Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1455
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158457
Samtals gestir: 63389
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 08:40:20

Færslur: 2011 Júlí

26.07.2011 22:11

Þrjár í viðbót

Nú er ég byrjuð að vinna aftur, eftir 4 vikur í sumarfríi. Það gengur bara vel.
Ég fór, í dag, í smá fjallgöngu. Skrapp á sama stað og þegar við hittum Tabbý. Núna hitti ég Gullbrá, Nótt og Þulu. Ég sá Tabbý, hún var dálítið fyrir ofan mig. Ég ákvað að kalla ekki á hana, því það er svo stutt síðan ég hitti hana. Ég sá líka Sneglu, en hún var líka þónokkuð fyrir ofan mig. Þessar þrjár komu og fengu sér brauð hjá mér. Þá erum við búin að hitta 15 kindur.
Ég er búin að setja inn myndir af þeim emoticon


Molinn kveður.

23.07.2011 23:43

Afmæli :-)

Vá, hvað ég er búin að eiga góðan dag, í dag. Hitinn fór í 27 gráður í forsælu, í sumarbústaðnum okkar. Í tilefni dagsins, eldaði ég hrossasnitsel í raspi, og vá hvað það var gott. Það komu nokkrir í heimsókn og borðuðu með okkur. Takk kæru vinir fyrir daginn. Ég vona að það verði svona gott veður á næsta ári, þegar ég verð fimmtug. Það yrði nú fínt.
Kindarúnturinn var ekki farinn í dag, en ég bæti nú kanski eitthvað úr því á morgun.
Ég tók því miður ekki neina mynd í dag, en tengdadóttir mín, hún Birta, tók nokkrar fyrir mig. Fólkið hefði kanski þurft að jarma, þá hefði ég kanski smellt nokkrum hundruðum myndum haha.

Molinn kveður.

21.07.2011 09:56

Yndislegt líf

Ooo svo ljúft að vera í sumarfríi, en nú er það að taka enda. Ég fer að vinna aftur á mánudaginn. Þetta er samt búið að vera mjög gott frí.
Guðrún Helga er að koma til okkar í dag, og verður í nokkra daga.
Jæja eins og sést á myndinni, þá er ég búin að fá afmælisgjöf, svona fyrirfram. Ég á afmæli á laugardaginn. Ég fékk þessa rosalegu linsu á myndavélina mína. Nú er hægt að taka myndir langt upp í fjall, og hafa þær nokkuð skírar. Eins og ég sagði, hvað er hægt að biðja um betra líf ?  Þetta er svo æðislegt alltsaman. Það var elsku Þórður minn sem gaf mér þetta.





Já við fórum kindarúnt í gær, og sáum Rós með lömbin sín. Þá erum við búin að sjá 12 kindur sem hafa komið alveg til okkar og fengið brauð. Svo erum við búin að sjá fleiri, í mikilli fjarlægð, bara með kíki, og núna með myndavélinni emoticon  Þær sem hafa komið til okkar eru Fjára, Freyja, Gibba, Gíma, Gríma, Þoka, Trilla, Æðey, Krúna, Ponsa, Tabbý og Rós.  Svo í mikilli fjarlægð sáum við Nótt, Móru, Drífu, Gullbrá og Frostrós. Ég man ekki eftir að hafa séð fleiri.


Molinn kveður.


18.07.2011 23:46

Tabbý og trillurnar þrjár

Vá, vá, vá hvað þessi dagur er búinn að vera æðislegur. Við fórum kindarúntinn, og kíkkuðum upp í fjall með kíki. Þar sáum við Tabbý, frekar ofarlega. Við skelltum okkur í gönguskóna og trítluðum til hennar. Eins og ég sagði þá fórum við langt upp í fjall. EN ÞAÐ VAR ÞESS VIRÐI. Á leiðinni sáum við Ponsu og Krúnu, já og Nótt. Ponsa og Krúna þáðu brauð, en Nótt rauk í burtu. Svo sáum við Grímu, og hún fékk brauð. Svo elti hún okkur uppeftir til Tabbýjar. Tabbý var svo ánægð að sjá okkur. Hún fékk auðvitað brauð. Við stoppuðum hjá þeim heillengi. Við náðum að gera Tanju gæfa. Hún er orðin mjög gæf. Ég lá í móanum, og var að klappa henni, og þá kom Tabbý og lagðist ofan á mig. Ég held að hún hafi verið abbó. Ég náði varla andanum ha,ha. 
Það var svo frekar vont að ganga niðureftir, en það tókst.
Við fórum svo í pottinn, í Lyngbrekku, á eftir og fengum heimsókn í hann. Árdís, Kristófer og Ísabella fóru í hann með okkur. Fanney og Guðmundur buðu okkur svo í grillmat. Þau voru í bústaðnum sínum. Þetta var ÆÐISLEGUR dagur.


Molinn kveður.

17.07.2011 09:50

Tíminn líður

Við skruppum, í gær, með strákana, og buðum Sverri á Djúpárbakka með okkur, í Baugasel. Það var eins og alltaf, gaman að koma þangað, skoða og fá sér kaffisopa. 
Við fórum kindarúnt í fyrradag, og sáum Fjáru, Freyju og Æðey. Freyja og Fjára virðast halda sér alltaf á sama blettinum. Það er eins gott, því þá getum við fylgst með þeim báðum, því þær fara  alltaf afvelta svona annað slagið, en redda sér sjálfar á lappir.
Strákarnir Siggi og Júlli fara heim í dag, eftir 16 sólahringa hjá okkur. Þeir eru búnir að vera mjög góðir allann tímann. Líklegast kemur svo Ómar í dag, og verður næstu viku.
Nú á ég bara eftir eina viku í sumarfríinu mínu. Þetta líður frekar hratt. Ég á samt, að auki, eftir tvær vikur sem ég ætla að geyma þangað til í september, þegar litli stubbur kemur í heiminn, já og réttirnar.

Molinn kveður.



14.07.2011 12:05

Reykjarvíkurferð

Nú erum við komin heim, úr 5 daga ferð til Reykjavíkur. Það er nú alltaf ljúft að koma heim. Við vorum að gera íbúðina Guðrúnar og Nonna alveg hreint glæsilega. Við settum parket á eitt herbergi, ganginn og holið. Við máluðum tvö herbergi, ganginn, holið og stofuna. Svo settum við upp 12 hillur. Sigurjón Geir var með okkur allan tímann og var mjög duglegur. Nonni var að vinna allan tímann, nema helgina, og þá hjálpaði hann okkur. Mamma kom í tvo tíma, og var ofvirk allan þann tíma, í að þrífa ryk. Íbúðin er orðin allt önnur og þvílík breyting. Æðisleg. Núna tekur við afslöppun, allavegana í dag. Takk allir fyrir samveruna. Þetta var alveg hreint æðislegur tími. Siggi og Júlli voru með okkur í þessari ferð, og þeir voru SVO GÓÐIR. Það er sko ekkert mál að fara með þá til Reykjavíkur. Við Guðrún fórum með þá, Dag og Jökul í húsdýragarðinn. Það var gaman að fara þangað, og þeir fengu mikla útrás þar. Þeir fengu meðal annars að fara á hestbak, í hringekju og lest. Já og skoða allt þarna. Held að allir hafi skemmt sér mjög vel. Þeir fara á sunnudaginn, og þá eru þeir búnir að vera 16 sólahringa hjá okkur. Þeir eru búnir að vera mjög góðir allann tímann. Á sunnudaginn þegar þeir fara, þá kemur Ómar og verður hjá okkur í viku, og svo fer ég að vinna, eftir þá viku.
Við fórum kindarúnt áður en við fórum suður, og við sáum eina kind í viðbót, og það var hún Freyja. Þá erum við búin að hitta átta kindur frá okkur. En við erum búin að sjá fleiri með kíki, en þessar átta komu alveg til okkar og fengu brauð. Hvað getur maður beðið um það betra en að fá að hitta þessar elskur og sjá hvað lömbin stækka.
Ég set inn myndir seinna.

Molinn kveður.

03.07.2011 22:14

Kindur :-)

Nú eru María, Ísabella, Árdís og Kristófer, flutt til íslands. Við vorum að bera inn úr gámnum í gær í 23 stiga hita. Það var þá aldeilis að það varð hiti þegar hann loksins mætti á svæðið. En mikið rosalega er gott að vera búin að fá þau hingað til Akureyrar.
Við fórum í gær og hittum 5 kindur, Grímu, Þoku, Trillu, Gímu og Æðey. Það var gaman að sjá lömbin. Grímu gimbrar eru að verða jafn stórar henni, eða svona allt að því. Við fórum svo aftur í dag, og sáum Fjáru og Gibbu, og líka þær sem við sáum í gær. Þetta er GEÐVEIKT.
Siggi og Júlli eru mættir á svæðið, og það gengur mjög vel hjá okkur öllum.

Molinn kveður.



  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar