Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076804
Samtals gestir: 58084
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:28:41

Færslur: 2017 Júní

27.06.2017 20:33

Fyrsti kindarúnturinn

Við fórum fyrsta kindarúntinn okkar, 25. júní. Það fyrsta sem blasti við okkur var þetta lamb


Við héldum, þegar við sáum þetta lamb, að það væri dautt. Það var það hins vegar ekki


Þessi hrútur var fastur í gaddavír. Það var farið að lykta illa (úldna) þar sem gaddavírinn var sem fastastur (komið pínu sár). Ég var ekki með neinn hníf eða skæri til að losa vírinn. Ég þurfti að slíta ullarþræðina úr vírnum


Ég náði fyrir rest, að losa greyið. Þetta er hrútur undan Galíu. Ég sá hana ekki, en vonandi finnur hann hana


Við sáum Púpu með tvo hrúta. Annar þeirra (þessi hægra megin) er undan Glæsu. Glæsa var þrílembd og Púpa einlembd


Þetta er Mosa með tvær gimbrar. Hún var þrílembd og þriðja gimbrin var vanin undir Fríð


Þetta er Sáta með tvo hrúta. Hún bar næst síðust eða 30. maí.


Snudda með svartan hrút og sv.flekkótta gimbur


Þessi gull fóru með okkur á kindarúntinn


Og auðvitað var nesti með í ferð


Og þeir fengu líka prinspóló


Svaka stuð


Góðir vinir


Tignarlegir drangar


Flottur


Ég er ekki til í að klífa þennan tind. Það eru samt margir sem hafa farið á toppinn


Molinn kveður


17.06.2017 19:37

Heimalingar

Heimalingarnir eru farnir að fara út. Þeir verða fyrir opnu húsi. Ég er búin að minka mjólkurgjöfina, ég gef þeim bara einu sinni á dag


Svona verður aðstæðan fyrir þau fram að mánaðarmótum. Ég er með mjólk í tveim fötum og vatn í einni. Svo þar sem ég hef merkt við vinstramegin, þar hengi ég túttuföturnar á og gef þeim mjólk í þær einu sinni á dag


Þessa túttufötu


Mjólkin og vatnið


Ég held að þau hafi það bara mjög gott


Þau hafa nú aðeins stækkað

Um mánaðarmótin fá þau ekki meiri mjólk greyin. Verða bara að bjarga sér sjálf


Molinn kveður


16.06.2017 10:22

523 lömb, og ég á mynd af þeim ÖLLUM

Sauðburði lauk 7. júní

Gemlingurinn sem átti tal 4. júní, bar ekki fyrr en 7. júní. Hún lét mig vakta sig í 5 sólahringa

07. júní fæddist 1 lamb

Staðan er þá svona 275 gimbrar og 248 hrútar = 523 lömb, á lífi

Já ég veit, þetta eru færri lömb þó það hafi eitt bæst við. Við erum nefnilega búin að missa tvö lömb í viðbót. Þau eru þá orðin 7 lömbin sem við höfum misst

Við erum líka búin að missa 6 ær. Þrjár afvelta og þrjár sem eitthvað hefur verið að.

Ég held að það sé verið að hegna okkur fyrir það, hvað sauðburður gekk vel. Ég held að hann hafi aldrei gengið svona vel eins og núna

Við erum með 10 heimalinga og 8 móðurlaus lömb sem verða að bjarga sér sjálf


12-004 Þokki  F:11-792 Flekkur  M:07-354 Mjallhvít  Frá Árna Gísla Magnússyni, Þrastarhóli 2, Hörgársveit
á 48 lömb, 25 hrúta og 23 gimbrar


13-390 Andrés  F:09-891 Strengur  M:10-185  Frá Helga Steinssyni, Syðri-Bægisá, Hörgársveit
á 37 lömb, 17 hrúta og 20 gimbrar


15-572 Eitill  F:14-577 Bæsi  M:11-042 Skessa  Heimaræktaður
á 48 lömb, 22 hrúta og 26 gimbrar
Eitill rétt náði að afgreiða sinn hóp um fengitímann, áður en hann lamaðist á annari hliðinni (fékk líklegast heilablóðfall). Það þurfti að lóga honum


15-575 Bresi  F:10-371 Vestri  M:???  Frá Sigmari Bragasyni, Björgum, Hörgársveit
á 3 lömb,  2 hrúta og 1 gimbur
Bresi veiktist á fengitímanum og náði bara að afgreiða eina kind úr sínum hóp. Það þurfti að lóga honum


15-579 Laxi  F: 14-748 Tvistur  M:11-955 Nía  Frá Ingva Guðmundssyni, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit
á 49 lömb, 22 hrúta og 27 gimbrar


16-571 Þyrill  F:14-576 Örvar  M: 12-094 Þota  Heimaræktaður
á 64 lömb, 25 hrúta og 39 gimbrar


16-572 Mávur  F:15-002 Mávur  M:12-007 Mjallhvít  Frá Herdísi Leifsdóttur, Mávahlíð, Ólafsvík
á 41 lömb, 23 hrúta og 18 gimbrar


16-573 Skáli  F:14-244 Trölli  M:11-155 Heiðbjört  Frá Guðmundi Skúlasyni, Staðarbakka, Hörgársveit
á 37 lömb, 15 hrúta og 22 gimbrar


16-574 Strútur  F:15-149 Mósi  M:13-810 Blesa  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum
á 56 lömb, 27 hrúta og 29 gimbrar


16-575 Geri  F:15-102 Salli  M:15-058  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum
á 27 lömb, 11 hrúta og 16 gimbrar


16-576 Liði  F:14-972 Fannar  M:13-784  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum
á 66 lömb, 36 hrúta og 30 gimbrar


16-577 Ári  F:13-029 Gormur  M:13-006 Týbrá  Frá Þórði Jónssyni, Árbæ, Reykhólahreppi
á 42 lömb, 21 hrúta og 21 gimbrar


16-578 Rustikus á  F:15-325 Draumur  M:09-099 Baddý  Frá Sigurði Þór Guðmundssyni, Holti, N-Þing
5 lömb, 2 hrúta og 3 gimbrar

Við erum búin að keyra allt á fjall, sem á að fara á fjall. Það eru nokkrar hér heima og verða það í sumar, ásamt hrútunum.

Það voru farnar 7 ferðir á 5 dögum
03. júní 1 ferð
04. júní 1 ferð
05. júní 2 ferðir
10. júní 2 ferðir
11. júní 1 ferð

Nú var þeim sleppt á Myrkárdal, en ekki í Landafjallið


Ég náði takmarki mínu þetta vorið. Mér tókst að mynda ÖLL 523 lömbin. Nú get ég séð þau, þótt þau séu farin á fjall emoticon  Mér finnst það alveg nauðsynlegt að eiga mynd af þeim emoticon


Molinn kveður


08.06.2017 22:51

Heyskapur

Heyskapur er hafinn hjá okkur. Ég ætla að hafa þetta blogg, (eins og í fyrra) bara um heyskap og bæta við það þegar við heyjum meira.


Ég tók þessa mynd upp á Staðarhnjúk. Ég er búin að merkja túnin okkar, fjárhúsið og íbúðarhúsið hér inn. Í viðbót við þetta eru komin tún nr. 8 og 9. Þau eru fyrir neðan og ofan við íbúðarhúsin


1. Nunnuhólsstykkið.
09. maí var borið á einn þriðji skammtur til beitar
18. júní var borið á tveir þriðji skammtur
Það var slegið 01. júlí, snúið þrisvar sinnum. Rúllað 03. júlí og 14 rúllur


2. Lækjarbakkatúnið
09. maí var borið á einn þriðji skammtur til beitar
18. júní var borið á tveir þriðji skammtur
Það var slegið 01. júlí, snúið þrisvar sinnum. Rúllað 03. júlí og 40 rúllur


3. Fjárhústúnið
09. maí var borið á einn þriðji skammtur til beitar
18. júní var borið á tveir þriðji skammtur
Það var slegið 30. júní, snúið þrisvar sinnum. Rúllað 03. júlí og 65 rúllur


4. Frímerkið norðan við skjólbeltið

15. maí var borið á fullan skammt
Það var slegið 7. júní, snúið fjórum sinnum. Rúllað 10. júní og 9 rúllur
18. júní var borið á = þrír sekkir á stykki 4, 8 og 9

Það var slegið í annað sinn, 24. júlí, snúið fjórum sinnum. Rúllað 26. júlí og 7 rúllur


5. Fjallstykkið
15. maí var borið á fullan skammt
Það var slegið 18. júní, snúið fimm sinnum. Rúllað 21. júní og 37 rúllur


6. Prestshólminn
15. maí var borið á fullan skammt
Það var slegið 02. júlí, snúið tvisvar sinnum. Rúllað 07. júlí og 91 rúllur


7. Karlskofaspildan og Ystaspilda (er í rauninni ein spilda)
19. maí var borið á fullan skammt
Það var slegið 03. júlí, snúið tvisvar sinnum. Rúllað 07. júlí og 64 rúllur


8 og 9. Þessi tún bættust við. Við köllum þau bara heimatún neðra og heimatún efra.

15. maí var borið á fullan skammt
Þau voru slegin 7. júní, snúið fjórum sinnum. Rúllað 10. júní og 31 rúllur neðra stykkið nr. 8 og 22 rúllur á efra stykkinu nr. 9

18. júní var borið á stykki 8 og 9 = þrír sekkir á stykki 4, 8 og 9

Þau voru slegin í annað sinn, 24. júlí, snúið fjórum sinnum. Rúllað 26. júlí og 24 rúllur neðra stykkið nr. 8 og 20 rúllur á efra stykkinu nr. 9


Rúllað 10. júní 62 rúllur
Rúllað 21. júní 37 rúllur
Rúllað 03. júlí 119 rúllur
Rúllað 07. júlí 155 rúllur

Samtals komnar 373 rúllur

Fyrri/fyrsta  slætti, í sumar lokið, 07 júlí

Rúllað 24. júlí 51 rúllur

Samtals komnar 424 rúllur

Hér kemur heyskaparúthaldið þeirra Þórðar og Simma

Áburðardreifari. Liðléttingurinn var notaður við að setja áburðinn í dreifarann


Borið á emoticon


Slegið


Snúið


Garðað


Rakstrarvélin

Þeir eiga heldur betur græjur til að heyja


Svo fáum við verktaka til að rúllaMolinn kveður01.06.2017 11:34

524 lömb

Nú er 1 gemlingur sem á eftir að bera. Hún á tal 4. júní. Ég er búin að sofa nokkrar nætur heima, en ég vaktaði samt þessar tvær sem báru 26. og 30. maí. Ég gisti þá uppfrá. Nú þarf ég að fara að vakta gemlinginn, með tveggja tíma millibili og sofa í fjárhúsunum þangað til hann er borinn.

26. maí fæddust 2 lömb
30. maí fæddust 2 lömb

Staðan er þá svona 275 gimbrar og 249 hrútar = 524 lömb

Nú á bara eitt lamb eftir að bætast við og vonandi lifir það

Nú þegar sauðburður er nánast búinn, er ég búin að taka saman útkomuna úr talningunni.

Miðað við fósturtalningu þá voru talin 562 fóstur, en af þeim voru 13 að drepast og eftir stóðu 549.

7 ær létu fyrir sauðburð, samtals 11 fóstrum
Það komu 6 dauð fóstur, með í burði
3 lömb fæddust, sem voru nýlega dauð 
og eins og ég sagði í bloggi 18. maí þá erum við búin að missa 5 lömb.
Þrjú lömb sem við vitum ekki hvað var að, eitt sem garnirnar komu út úr og eitt í burði sem kom afturábak.
Þá eru þetta 549 talin fóstur mínus 25, sem gera 524.

En við græddum eitt lamb. Ær sem sónuð var með eitt, kom með tvö

Tólf ær hafa farið af stað með fleiri fóstur. Það sást ekki í talningunni, en við sáum það á hildunum.

Það eru 13 ær sem ganga með 3 lömb

Það eru 15 ær sem ganga með 1 lamb

Og það eru 6 gemlingar sem ganga með 2 lömb

Ég á svo eftir að taka það saman hvað við erum búin að venja mörg lömb undir emoticon

Það er alveg merkilegt að maður þurfi að hafa áhyggjur, á þessum tíma, að það fari einhverjar ær afvelta. Við misstum eina þannig um daginn. Bara í gær fóru tvær afvelta, sem við náðum að bjarga. Þessar eilífu rigningar gera það að verkum að þegar styttir upp og þornar aðeins, þá fer þeim að klæja svo mikið að þær fara afvelta við það að reyna að klóra sér.

Við erum búin að missa þrjár ær. Ein fór afvelta, við vitum ekki af hverju ein dó, og sú þriðja átti erfitt með andardrátt, sérstaklega þegar hitinn var sem mestur um daginn.


Þau dafna vel lömbin, þrátt fyrir rigningarnar


Þessi var nú samt fegin að komast inn og fá sér tuggu


Þetta er hún 16-279 Bytta. Hún var geld


Mjög falleg


16-294 Inga og 16-278 Seigla, báðar geldar. Seigla var heimalingur í fyrra


Þessi á greinilega unga einhversstaðar


Nú er Damian kominn í sumarfrí. Hann fór með mér eftirlitsferð um túnin áðan. Við vorum að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með féð. Hann vildi hafa Týra í taum emoticon


Já sumar ærnar sækja í Týra, en aðrar ekki. Hér er Eðja að þyggja þrif hjá honumMolinn kveður  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar