Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076756
Samtals gestir: 58083
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:06:58

Færslur: 2012 Janúar

30.01.2012 19:40

Sekt :-(

Jæja nú er ég búin að vera að dunda mér í dag að gera ættartré fyrir kindurnar. Þetta er nú bara til gamans gert. Þetta er kanski ekki nógu skírt. Ég gerði þetta í exel, prentaði svo út, og tók mynd af blaðinu, og þetta er útkoman. En ég hef MJÖG gaman að þessu.
Ég fór í sjúkraþjálfun í dag, og var aðeins tvo og hálfan tíma. Þvílíkan tíma sem þetta tekur. En ég vona að ég hafi gott af þessu. Þegar ég var búin, þá beið mín sekt á bílnum mínum. Ég var of lengi í stæðinu, og þurfti að borga sekt upp á 1508 kr ef ég borga innan þriggja daga. Maður verður að finna sér stæði annarsstaðar næst, ef þetta er raunin, að vera svona lengi.

Molinn kveður.


28.01.2012 20:10

Aftur tómlegt hér :-(

Þá er nú heimsókn þeirra Guðrúnar Helgu og Einars Breka á enda hér. Þau komu hingað á mánudaginn, en fóru aftur suður í dag. Oooohhh ég er strax farin að sakna litla gullsins míns. Hann fékk að skreppa í fjárhúsin með okkur, og fannst það, held ég bara mjög gaman.Ha,ha. Við erum að venja hann við, fyrir vorið. Ég setti nokkrar myndir, af gullinu, hér inn.

Einar Breki, gullið mitt

Ég er enn og aftur í veikindafríi. Ég er ekki að þola þetta. Það er öxlin. Eitthvað er hendin ekki að virka, get ekki lyft henni upp. Ég er byrjuð hjá sjúkraþjálfa, og hann heldur að eitthvað sé trosnað, eða rifið í öxlinni og nú er ég að bíða eftir segulómmyndatöku. En ég er að vona að það sé ekki rétt hjá honum, og hann geti nú bara lagað þetta, því ef það reynist rétt hjá honum,  þá þarf ég að fara í aðgerð. En í frammhaldi af þessum aumingjaskap mínum, þá er ég að skipta um vinnu, timabundið. Ég er að fara í ársleyfi hjá MS Akureyir, og fara að vinna á Búgarði, í afgreiðslunni. Ég ætla að prufa þetta, eins og ég sagði í eitt ár. Ég byrja um miðjan mars, og þá er nú að sjá hvort þessi veikindi mín séu ekki úr sögunni. Mun auðveldari vinna fyrir líkamann. Maður á jú bara einn líkama, og maður verður að passa upp á hann.

Febrúar alveg að renna í hlað, og það styttist í fósturtalningu. Ég er orðin svo spennt.

Siggi og Júlli eru hér um helgina.

Ég setti inn myndir af kindunum. Ég er nýbúin að taka myndir af þeim. Gemsarnir breytast svo yfir veturinn, að maður verður að vera duglegur að taka myndir af þeim. Ég ætla að setja inn ættartré kindanna. Ég á bara eftir að búa það til, en það kemur hér inn þegar það er tilbúið. Td. eru afkomendur Botnu orðnar  11, og svo eru 4, til viðbótar, á Rauðalæk. Þetta er svo flott kind.


Molinn kveður.


18.01.2012 21:37

Gullið mitt

Ég var í myndsambandi við þessa elsku áðan, og vá hvað var gaman að sjá og heyra í honum.

Einar Breki


Molinn kveður.14.01.2012 23:32

HAHAHA

Ég setti inn nokkrar myndir, og tvö myndbönd.
Við fórum í Rauðalæk í dag. Siggi og Júlli hittu nautin þar, og þeir voru næstum því étnir. Bara fyndið. Ha,ha,ha. Siggi var að ögra einu nautinu með það að það gæti ekki náð vettlingnum sínum, en nautið náði í vettlinginn og hálf át hann. Var með hann í munninum í nokkrar mínútur og spítti honum svo út úr sér. Svipurinn á Sigga var svo flottur.
En það verður farið aftur í sveitina á morgun.

Molinn kveður.

14.01.2012 11:31

4 mánuðir

Já tíminn líður svo hratt. Nú er elsku ömmugullið mitt, Einar Breki, orðinn 4ra mánaða. Nú fer að koma tími fyrir hann, að koma norður í smá heimsókn til ömmu gömlu. Ég er alveg sárlega farin að sakna hans.Einar Breki 4ra mánaða.
Hann er farinn að fara um allt í þessari göngugrind. Að vísu afturábak.


Nú erum við hætt að fara með hrút. Við hættum því 8. janúar. Ég er orðin (mjög svo) spennt fyrir  febrúar, því þá verður gerð fósturtalning. Vona að það komi vel út. Svo opnum við fyrstu pakkana 25.apríl, eða kanski eitthvað fyrr emoticon emoticon

Ég er búin að fara í tíma númer 2 í sauðfjárræktarskólanum. Jóhannes Sveinbjörnsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands, kom og var með fyrirlestur um ræktun á heyi, fóðrun, beit og fl. Það er mjög gaman að taka þátt í þessu, og vonandi nýtist þetta mér eitthvað, þótt svo að ég eigi yndislegan mann sem kann þetta allt upp á 10 emoticon  Þriðji tíminn er 9. febrúar.

Siggi og Júlli eru hér hjá okkur þessa helgi. Við ætlum að fara í sveitina, í þessu góða veðri, en ekki góða færi. Vona að enginn slasi sig í þessari hálku.


Molinn kveður.

06.01.2012 22:50

2012 Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, kæru vinir, sem heimsækið þessa síðu mína. Takk fyrir öll kommentin.
Það sem stóð uppúr árið 2011 var að sjálfsögðu þetta gull sem gaf mér titilinn besta amma í heimi.


Þarna erum við Einar Breki í fjárhúsunum, og vonandi eigum við eftir að eiga margar góðar stundir þar saman.


Einar Breki í góðum gír.


Svo vil ég segja frá yndislegri fjölskyldu, í Ólafsvík, sem ég kynntist hér á netinu, 24. júlí. Ég datt alveg óvart inn á síðuna þeirra, og sé ekki eftir því. Við Dísa eigum sama áhugamál, sem er, kindur. Hún hefur verið dugleg að kommenta á síðuna mína. Linkurinn á síðuna þeirra er hér til hægri og heitir,  kindavinur minn Dísa. Ég vona að við eigum eftir að hittast emoticon

Embla Marína, Herdís, Emil og Benóný Ísak.

Svo er nú vonandi sjúkrasaga mín á enda. Hnéð er orðið miklu betra, þarf að vísu að passa það, en er orðin óhölt. Svo er kúlan á ristinni á mér að hjaðna smátt og smátt, og vonandi er öxlin líka að verða góð, en hún gaf sig um jólin, þegar ég þurfti að vera á hækjunum. En þetta er allt að koma og vonandi eins og ég sagði, þá er þessi sjúkrasaga mín á enda.

Ég átti yndislegan tíma, síðasta vor í sauðburði, með ömmubörnum og fl.

Fallegar gimbrar settar á.

Og svo margt fleira sem var skemmtilegt á síðasta ári, já bara allt árið í heild.


Molinn kveður.  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar