Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1012
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076254
Samtals gestir: 58071
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 09:20:19

Færslur: 2015 Október

22.10.2015 21:06

Féð hýst á næturnar

Við settum kindurnar inn seinnipartinn í dag. Við ætlum að fara að hýsa þær á næturnar. 


Gemlingarnir og hrútarnir vinstra megin og svo koma ærnar


Allar að éta


Ég held bara að þær hafi verið ánægðar með okkur að setja þær inn. Við setjum þær svo út í fyrramálið ef það verður í lagi með veðriðMolinn kveður21.10.2015 21:27

Samanburðarmyndir

Ég hef alltaf gaman af því að bera saman myndir af lömbunum, vor og haust. Hér koma nokkrar myndir.


Þessi mynd er tekin 22. maí. Þetta er Hugljúf undan Flekku og Drýsil


19.10


21.10


Þessi mynd er tekin 31. maí. Þetta er gimbur undan Dollu og Nagla


19.10


21.10


Þessi mynd er tekin 19. maí. Þetta er gimbur undan Húfu og Eros


19.10


21.10


Þessi mynd er tekin 22. maí. Þetta er gimbur undan Snerru og Nagla


19.10


21.10


Þessi mynd er tekin 01. júní. Þetta er Hexía undan Súlu og Greifa (forystufé)


08.10


21.10


Þessi mynd er tekin 21. maí. Þetta er gimbur undan Dúkku og Bæsa


07.10


21.10

Læt þetta nægja emoticon


Molinn kveður
21.10.2015 20:07

Skítmokstur, lömb og hrútar tekin á hús

Helgin 16.-18. október var fullkomin. Við vorum í djúpum skít. 
Við náðum því að taka grindurnar upp, moka skítnum út og setja grindurnar aftur niður. 
Svo smíðuðum við nýtt gólf undir kálfana, því gólfið hjá þeim, var orðið svo lélegt/ónýtt.
Þegar skítmokstinum var lokið og búið að setja gólfið niður, þá tókum við lömbin og hrútana inn. Það var á sunnudaginn 18. 


Tommi á Syðri-Reystará kom og klippti lömbin og hrútana 19. okt. 
Það kom galli í ljós, á tveim gimbrum, þegar hann var að klippa. Þannig að við urðum að senda þær á sláturhús.

Ásetningurinn veturinn 2015-2016 verður svona
Árgangur 07-09, 10 ær
Árgangur 10,      26 ær
Árgangur 11,      33 ær
Árgangur 12,      44 ær
Árgangur 13,      33 ær
Árgangur 14,      47 ær
Árgangur 15,      53 gemlingar
Hrútarnir eru 10. Þá eru þetta 256 hausar sem við eigum.
Svo erum við með 7 veturgamlar og tvo gemlinga fyrir Odd Bjarna, þannig að það verða 265 hausar í húsunum í veturMolinn kveður
07.10.2015 20:33

Ljúfa náðist úr fjallinu í dag


Síðast kindin heimtist í dag. Takk Agnar og Helgi.
Ljúfa er tvævetla og er með hrút og gimbur. Hrúturinn er 53 kg. og gimbrin er 46 kg.
Í fyrra var hún gemlingur og kom með 57 kg. hrút.
Hún er undan Þilju.
Snerra er líka undan Þilju. Hún var tvílembd í vor sem gemlingur. Annað lambið var vanið undir aðra fullorðna á og hitt, gimbur gekk undir henni. Hún var 52 kg. af fjalli.
Þilja móðir þeirra var tvílembd gemlingur og gekk með bæði. Hrúturinn var 40 kg og gimbrin (Ljúfa) var 42 kg. 
Þilja var tvílembd tveggjavetra og var hrúturinn 53 kg og gimbrin (Snerra) 56 kg.
Í vor var Þilja tvílembd og vigtuðu lömbin hennar, gimbur 49 kg. og hrútur 59 kg.
Þilja er undan Radix.

Nú vantar okkur 7 stök lömb. Það eru litlar líkur á að heimta þau.


Súla er tignarleg forystukind. Hún var einlembd í vor


Hér er gimbrin hennar. Hún heitir Hexía

Ég setti nokkrar myndir inn emoticonMolinn kveður07.10.2015 13:21

Ærkaup

Við erum búin að kaupa 5 ær.


10-501 Varða


10-502 Mysa


10-503 Nepja


10-504 Væla


10-505 RitaMolinn kveður
05.10.2015 10:50

Þessi eiga eftir að skila sér af fjalli

Hér koma myndir af lömbunum sem okkur vantar. Það eru 7 stök lömb og svo vantar okkur eina kind með tvö lömb.


Gimbur nr. 24 undan 10-023 Brák og 13-371 Gullmola


Hrútur nr. 54 undan 12-073 Ögn og 13-371 Gullmola


Hrútur nr. 127 undan 14-170 Porru og 14-571 Nagla


Gimbur nr. 129 undan 13-105 Korgu og 14-574 Eros


Gimbur nr. 152 undan 12-083 Rúpíu og 14-577 Bæsa


Hrútur nr. 265 undan 10-416 Eldey og 14-572 Drýsil


Hrútur nr. 361 undan 11-303 Stínu og 12-579 Blossa

Þetta eru stöku lömbin sem ekki hafa skilað sér af fjalli, en eiga vonandi eftir að gera það. Þessar myndir tók ég í vor.

13-121 Ljúfa er enn á fjalli, með tvö lömb

Hrútur nr. 56 undan  13-121 Ljúfu og 14-574 Eros


Gimbur nr. 57 undan 13-121 Ljúfu og 14-574 Eros

Já enn eru 10 stk. á fjalli


Svo er hér ein mynd sem ég tók í morgun, á göngu minni um féð. Ég tók nokkrar brauðsneiðar með.

Lotta kom og fékk sér brauðsneið
Molinn kveður

04.10.2015 16:58

Hrútakaup

Við vorum að kaupa  tvo hrúta.


15-580 Laxi
57 kg. 30 ómv. 3,1 ómf. 4 lögun 112 fótl.
8  8,5  9  9  9  18  8  8  9  samtals 86,5 stig
Tvílembingur og gekk tveir undir
Kynbótaspá:  113   114   102   108


15-579 Pírus
50 kg. 32 ómv. 2,7 ómf. 5 lögun 106 fótl.
8  9  9,5  9  9  18  8  8  8  samtals 86,5 stig
Tvílembingur og gekk tveir undir
Kynbótaspá:   111   108   103   99
Það er eitthvað stökkeðli í þessumMolinn kveður01.10.2015 12:36

Dómarnir á veturgömlu hrútunum

Við vorum að heimta 5 stykki af fjalli. Filma kom með hrút og gimbur, á Þverá og Örk gemlingur kom með eina gimbur á Syðri-Bægisá. 
Þá vantar okkur eina fullorðna með tvö lömb (Ljúfu með hrút og gimbur) og sjö stök lömb. 

Á þriðjudaginn, 29. september, fórum við með fimm hrúta á hrútasýningu hjá Sauðfjárræktarfélaginu Neista, sem haldin var í Skriðu.


14-571 Nagli.  Faðir 09-861 Dalur  Móðir 13-118 Skrúfa
Dómarnir hjá honum voru svona:
82 kg. 33 ómv. 7,9 ómf. 4,5 lögun 111 fótl.
8  8,5  8,5  8  8,5  18  8,5  8  8,5  samtals 84,5 stig


14-572 Drýsill. Faðir 09-892 Dolli   Móðir 11-056 Tanja 
Dómarnir hjá honum voru svona:
90 kg. 36 ómv. 5,5 ómf. 5,0 lögun 120 fótl.
8  9  9  8,5  9  17,5  8  8  8,5  samtals 85,5 stig
Hann komst í topp 10 listann


14-573 Bekri.  Faðir 13-388 Ebiti   Móðir 13-123 Pjökk 
Dómarnir hjá honum voru svona:
90 kg. 36 ómv. 5,5 ómf. 5,0 lögun 120 fótl.
8  8,5  8,5  8,5  9  18  8,5  8  8,5  samtals 85,5 stig
Hann var í 3. sæti


14-574 Eros.  Faðir 10-931 Radix   Móðir 13-102 Tugga
Dómarnir hjá honum voru svona:
90 kg. 35 ómv. 6,6 ómf. 5,0 lögun 124 fótl.
8  9  9  8,5  9  18  7,5  8  8  samtals 85 stig


14-576 Örvar.  Frá Litla-Hofi í Öræfasveit
Dómarnir hjá honum voru svona:
82 kg. 36 ómv. 7,3 ómf. 4,5 lögun 120 fótl.
8  8,5  8,5  8,5  8,5  18  9  8  8  samtals 85 stigMolinn kveður
  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar