Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 868
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076110
Samtals gestir: 58069
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 07:53:58

Færslur: 2012 Maí

30.05.2012 09:08

Kindur :-)

Nú eru allar kindurnar komnar í Neðstaland. Við fórum með þrjár síðustu, á sunnudaginn (27).  Við tókum spelkuna af gimbrinni, sem var með brotinn fót. Það var æðislegt að horfa á hana þegar hún steig í fótinn, og gat labbað. Ekkert hölt, nema þegar hún var að hlaupa, þá hlífði hún honum aðeins. En núna sér maður ekki muninn á systrunum, þegar þær hlaupa. Semsagt alveg gróið :-)
Lambið með liðabólguna lagast lítið. Það eru bólgin bæði hnén, en það er algjörlega óhalt. Virðist ekkert há því. Vonandi fer þetta samt að hjaðna.
Júgurbólgu kindurnar, þessar tvær, eru á batavegi, eða önnur er alveg orðin góð og hin er að verða góð. Svo vonandi sleppur það, að þurfa að lóga þeim í haust.
Nú þarf ég að fara að klára myndatökuna á kindunum með lömbin. Því þær fara að fá frelsi, þangað til í haust.  Ég held að ég eigi bara eftir að taka mynd af fjórum kindum.

Einar Breki og Guðrún Helga eru enn hjá okkur, og verða framm á sunnudag.
Svo verður mikið fjör um helgina, því ömmustelpan mín hún Árdís Marín er að fara að fermast. Þá koma Sigurjón, Solla, Dagur og Jökull, og svo Friðrik og Yumiko. Það verður að mynda fólkið, því nú verða öll ömmubörnin og öll börnin saman komin. María Sigríður, Friðrik Garðar, Sigurjón Geir, Guðrún Helga og Þórhallur Geir og svo Árdís Marín, Kristófer Daði, Dagur Árni, Ísabella María, Jökull Logi og Einar Breki. Já maður er ríkur :-)
Við Þórður erum búin að setja niður kartöflur. Það var gert á sunnudaginn (27). Við fengum 10-12 falda uppskeru síðasta haust, og eigum ennþá kartöflur til matar.


Molinn kveður.
25.05.2012 22:23

Sveitalíf

Nú eru allar kindurnar, nema þrjár, farnar í Neðstaland. Við förum á hverjum degi og gefum þeim brauð og mat. Svo fá þær hey, eins og þær torga. Það er svo gaman að fara þarna frammeftir, og vera þar í nokkra klukkutíma og fylgjast með lömbunum, taka myndir og fl. Ég gæti verið þarna allan sólahringinn :-)
Við förum svo með þessar þrjár á sunnudaginn. Þær eru á sjúkradeildinni, í sprautumeðferð og fl. Ein er með liðabólgulamb, ein með júgurbólgu og ein með fótbrotið lamb. Við settum spelku á það, og það má taka hana af á sunnudaginn. Ég held að móðirin hafi stigið ofaná fótinn og brotið hann. Vonandi nær þetta að gróa. Við fengum aðra með júgurbólgu, en ég held að hún sé að jafna sig á henni.
Ég er búin að eyða nokkrum klukkutímum í myndatöku, bæði á lömbunum og kindunum með lömbin sín. Ég er búin að setja inn myndir af öllum lömbunum. Svo er í vinnslu hjá mér myndataka af kindunum með lömbin sín.
Guðrún Helga og Einar Breki komu til okkar í morgun, og verða hér í rúma viku. Æðislegt að sjá litla gullið. Hann er farinn að skríða og standa allstaðar upp. Hann er bara átta mánaða og er farinn að geta verið á sparkbíl. Situr á honum og labbar með.
Ég er alltaf í sjúkraþjálfun, út af öxlinni, og er mikið að koma til. Er farin að geta rétt aðeins betur úr hendinni. Það er mikið verkefni eftir ennþá í þessu öllu. ÚFF


Molinn kveður.

18.05.2012 13:51

Fjárflutningur :-)

Þá er nú vonandi þessi vetur búinn. Við gátum sett smá út á þriðjudaginn, en hýstum tvær nætur í viðbót, við þessa daga, sem féð var alveg inni. Nú er veðrið farið að skána og við byrjuð að fara með kindurnar framm í hólfið hans Helga á Bægisá. Það er sama hólf og við vorum með í fyrra vor. Neðstaland. Takk kærlega fyrir, Helgi og Ragga Magga. Við fórum með 8 ær, í gærkvöld. 4 lamblausar og 4 með eitt lamb. Við förum vonandi með nokkrar í viðbót, seinnipartinn í dag, eða kvöld. Þær hafa það svo gott þarna, þar að segja ef það snjóar ekki. Við gefum þeim mat, brauð og hey þarna. Þær höfðu það allavegana mjög gott í fyrra og á ég von á því að það endurtaki sig nú.
Ég er búin að setja inn einhvern slatta af myndum.

Molinn kveður.

 

14.05.2012 21:39

Sauðburði lokið

Nú er sauðburði lokið hjá okkur. Sú síðasta bar í gærkvöld.
9. maí fæddust 2 lömb
10. maí fæddist 1 lamb
12. maí fæddust 4 lömb
13. maí fæddust 2 lömb.
Alls fæddust 88 lömb og 82 lifa. Það eru 31 gimbrar og 51 hrútar á lífi.
Það var önnur ær sem var með snúið upp á legið. Það voru þrír snúningar á því. Við fengum dýralækni til að gera keisara á henni. Lambið lifði það ekki af, en ærin er orðin hress.  Hún fékk einn þrílembing undan Súlu, forystukindinni, að láni. Það er voðalega skrýtið að fá tvær ær með snúið upp á legið. Við höfum aldrei fengið svoleiðis fyrr. Ég veit ekki afhverju þetta skeður, en þetta er alveg hræðilegt.
Ég flutti heim í gærkvöld, eftir 23 nætur í hjólhýsinu í sveitinni. Það er dálítið skrítið að vera komin heim aftur. Ég hef ekki horft á sjónvarp, eða hlustað á útvarp, allan þennan tíma, sem er alveg hreint frábært. Og svo var það fyrsta nóttin síðustu nótt, sem ég svaf í meira en 2-3 tíma í einu. Ég var líka syfjuð í dag. Búin að sofa of lengi í einu, haha. Verð smá tíma að venjast því.
Við erum með allt féð inni. Við settum allt inn á laugardagskvöld. Það byrjaði að rigna mikið, og svo snjóaði á sunnudaginn. Það snjóar enn. Við getum vonandi sett út í smá tíma á morgun. Við verðum líklegast að hafa allt inni þangað til á miðvikudag. Það fer vonandi að skána þetta veður.
Litla gullið mitt er 8 mánaða í dag. Hann er farinn að standa upp ef hann getur gripið í eitthvað. Svo er hann farinn að skríða. Hann var alltaf að æfa sig í garðanum, þegar hann var hér fyrir norðan.

Einar Breki 8 mánaða.

Svo verð ég að fara að setja inn myndir. Geri það á næstu dögum.

Molinn kveður.


08.05.2012 08:14

Allt að verða búið

Það er allt gott að frétta af okkur hér. Guðrún Helga og Einar Breki fóru á föstudaginn. Það var ending í litla stubb. Svaf 12 nætur í sveitinni, og hefði þolað lengri tíma. Hann var svo góður allan tímann. Yndislegt að geta haft þau með mér í sauðburðinum. Guðrún hafði mjög gaman af því að geta verið hjá okkur.  Yndislegur tími brátt á enda. Ég sef enn í hjólhýsinu, og vakta féð á nóttunni, fer svo að vinna 8-16  og húrra mér svo aftur í sveitina eftir það. Siggi og Júlli gistu hjá mér um helgina. En núna er ég bara ein. Ég ætla að sofa í sveitinni alveg þangað til allar eru bornar.  Pabbi vaktar féð fyrir okkur á daginn meðan ég er í vinnunni. Það eru bara 5 eftir núna. Það eru búin að bætast við lömb síðan ég skrifaði síðast.
2. maí fæddust 3 lömb
3. maí fæddust 3 lömb
5. maí fæddust 2 lömb
7. maí fæddust 2 lömb
Nú eru fædd 79 lömb, og 74 á lífi. Það eiga eftir að fæðast 9 lömb. Við fengum 8 lömb úr sæðingunum. 4 lömb undan Snæ, 1 gimbur og 3 hrúta. Það voru 3 ær sem héldu við honum. Og 4 lömb undan Þrist, 3 gimbrar og 1 hrút. Það voru 2 ær sem héldu við honum.

Nú er ég búin að setja inn nokkrar myndir, og á eftir að setja fleiri. Nú er málið að taka myndir af kindunum með lömbin, og líka myndir af lömbunum. Ég er að vinna í því, og þegar sú vinna er búin, þá koma myndir af þeim hér inn.
Nú er þessi yndislegi tími að verða búinn. Það er tilhlökkun allan veturinn, og svo gengur hann yfir á nokkrum dögum og svo bara búið. En 5 pakkar óopnaðir ennþá.
Kynjaskiptingin á lömbunum er ekki jöfn. Á lífi eru 27 gimbrar og 47 hrútar.  Þrír hrútar og tvær gimbrar eru farnar  :-(


Molinn kveður02.05.2012 12:05

Sauðburður

Ég er á lífi. Ég sef enn í hjólhýsinu og er að vakta féð. Guðrún Helga og Einar Breki eru búin að vera hér hjá mér síðan á sunnudaginn, 22. apríl. Það gengur mjög vel að hafa Einar Breka hér í sveitinni, og láta hann sofa í húsbílnum, og vagninum. Hann er náttúrulega bara snillingur þessi drengur. Ekkert vesen á honum. En jæja, þá með fréttir af sauðburði. Það lét ein þarna 13. apríl, tveim lömbum, eins og ég skrifaði síðast. Og það fór eins og ég spáði, að sú fyrsta bar 23. apríl. Það er búin að vera törn hér hjá okkur.
23. apríl fæddust 2 lömb
25. apríl 10 lömb
26. apríl 14 lömb
27. apríl 13 lömb
28. apríl 10 lömb
29. apríl 13 lömb
30. apríl 3 lömb
01. maí 2 lömb
Það eru fædd 69 lömb, með þessum sem Sæla lét, og 64 á lífi. Eitt kom dautt, og við misstum 2 í fæðingu. Semsagt 5 lömb farin. Það eiga eftir að fæðast 19 lömb.
Já og svo var einn gemlingur með snúið upp á legið. Það var orðið svo morkið, að þegar verið var að hjálpa henni, þá rifnaði það. Það þurfti að lóga henni, en lambið var skorið úr, og var sprelllifandi. Við settum það til gemlings sem var að bera, og hún tók það strax. Þannig að það fékk fósturmóður. Þessi sem við lóguðum hét Lukka, og var með 38 í ómvöðva í haust. Sorg að missa hana.
Nú Brák, sem var þrílembd, gemlingur í fyrra, kom með fjögur núna. Það voru talin 3 í henni í febrúar, en útkoman var 4 stk. 2 hrútar og 2 gimbrar. Hún er undan Kalda, og hefur greinilega erft frjósemisgenin frá honum. Við erum búin að taka eitt lamb frá henni og venja undir eina sem missti lambið sitt.
Brák með lömbin 4

Nú erum við að bíða eftir að Súla beri. Hún er með þrjú lömb, og er komin 149 daga. Hún hlýtur að bera í dag. Það eru 9 eftir að bera með henni. Sú síðasta ber 13. maí.
Ég fer svo smátt og smátt að setja inn myndir frá þessum dögum hér. Það er farið að róast aðeins, þannig að ég hlýt að fara að hafa tíma til að vinna í myndum.
Við setjum kindurnar og lömbin út á hverjum morgni, og hýsum þau svo yfir nóttina. Þetta gengur alveg ágætlega allt saman hér.
Ég á eftir að sofa þónokkrar nætur hér, í viðbót. Flyt ekki heim á næstunni.
Öxlin er í alveg þokkalegu ástandi. Samt altof rólegur bati, en hann kemur vonandi.
Jæja þangað til næst.


Molinn kveður.

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar