Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1620
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158622
Samtals gestir: 63400
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 10:28:16

Færslur: 2013 Ágúst

29.08.2013 22:50

Göngur og réttir ??

Við fórum upp í fjall í gær og létum skrjáfa í brauðpokanum. Við náðum 22 kindum niður í fjallshólfið okkar, bara með því að gefa þeim brauð. Þær komu úr öllum áttum og voru fegnar að kommast niður í hólf. Þetta voru allt saman kindur sem ég hef séð í sumar. Við fórum svo aftur í dag, og náðum þrem kindum. Ein af þeim hef ég ekki séð í sumar. Það var hún Trilla með lömbin sín.

þetta eru lömbin hennar Trillu. 

Við erum svo að fara að smala á morgun. Vonandi gengur það vel.

Við erum búin að fá lykilinn að bílskúrnum á Möðruvöllum. Við erum byrjuð að mála hann. Við ætlum að mála hann allan. Þegar það er búið, þá förum við að fara með kassa og fl. þangað.
Spennan í hámarki, bæði vegna flutninga og líka vegna kinda tímans sem er framundan. Bara gleði.


Molinn kveður.



25.08.2013 18:50

Gletta greyið


Við fengum þær slæmu fréttir í dag, að þessi gemlingur, Gletta fannst afvelta, já og steindauð. Hún átti tvær fallegar gimbrar í vor. Gimbrarnar sáust ekki hjá henni. Ég veit ekki hvar þær eru greyin, en kannski er önnur þeirra sú sem ég sá uppi í fjalli, móðurlaus, og ég var að giska á að hún væri undan Vör. En það kemur í ljós í haust. Gletta var í uppáhaldi hjá mér í vetur og vor, og ég sakna hennar mikið. En þeir missa sem eiga. 


Þetta eru glæsilegir guttar. Stuðningsguttarnir okkar allir, nema það vantar Júlla. Við vorum með þrjá um helgina, og einn kom í heimsókn. Einar Kristinn, Níels Kristinn (með Gutta) Björn Þór og Sigurður Tumi.


Níels, Siggi og Einar að leika sér í Gáseyrafjörunni. Mjög gaman hjá þeim í dag. Við erum búin að eiga góða helgi saman.

Molinn kveður.


24.08.2013 21:24

Húsbíllinn seldur

Hér eru þeir Einar, Níels og Siggi að fá sér að borða, í berjamónum. Við tíndum nokkur ber í dalla. Gutti fór með okkur. Hann var þreyttur eftir þessa ferð, og það voru að vísu fleiri sem urðu þreyttir, og fóru snemma að sofa í kvöld.

Þessi húsbíll er búinn að þjóna okkur í nokkuð mörg ár, en er nú búinn að gefa upp öndina. Við erum búin að selja hann. Hafey systir og Kristján, hennar maður keyptu hann. Kristján ætlar að gera hann upp. Það verður gott að sjá hann þjóna þeim næstu árin. Ég veit að Kristján fer létt með að gera við hann.


Molinn kveður.



22.08.2013 21:28

Tveggja mánaða Gutti


Þessi fallegi hvolpur, hann Gutti, er tveggja mánaða í dag, 22. ágúst. Það gengur rosalega vel með hann. Hann er rólegur, hlýðinn og góður. Hann fór með mér upp í fjall til að líta á kindurnar. Ég passaði vel upp á hann þar, svo hann yrði ekki fyrir árás frá kindunum. Hann gelti ekkert, en var frekar var um sig.

Hrúturinn sem var vaninn undir Uglu. Hann er frá Önnu Guðrúnu og Arnari í Fornhaga. Hann var ánægður að fá brauðsneið.
Ég sá tvær kindur, sem ég hef ekki séð áður í sumar. Það voru þær Nótt með tvær gimbrar og Rúpía með hrút og gimbur. Ég læt inn myndir af þeim.


Molinn kveður.


18.08.2013 22:33

Töðugjöld

Vá hvað það rétt slapp að rúlla áður en það fór að rigna. Það voru 49 rúllur af fjárhústúninu, 20 rúllur af fjallstúninu og 9 rúllur af frímerkinu norðan við skjólbeltið. Við erum þá komin með 185 rúllur fyrir veturinn. Mjög sátt með það. Þá eru töðugjöld hjá okkur. Þegar síðasta rúllan rúllaði út úr bindivélinni, þá byrjaði að rigna. Það borgaði sig að krossa fingur í gær.


Gutti var með okkur í sveitinni í allan dag, og stóð sig mjög vel. Hann var að vísu nokkuð oft, mjög þreyttur og lág eins og skotinn. 


Molinn kveður.


17.08.2013 22:41

Gutti litli

Þetta er Gutti litli, hvolpurinn sem við vorum að eignast. Mamma hans (Táta), er Border Collie blendingur og pabbi hans (Golíat), er hreinræktaður Border Collie. Vonandi verður hann góður fjárhundur. Við ætluðum okkur ekki að fá hund fyrr en við værum flutt í Möðruvelli, en þessi var auglýstur og við stukkum á agnið.


Hér er fjárvigtin sem við erum að gera upp.
Hér er hún svo nánast búin. Bara eftir að bera á lóðin og lóðastöngina.


Seinni sláttur hafinn. Allt slegið 15. og 16. ágúst. Nú er bara að krossa fingur, og ná þessu öllu saman á morgun, og vera á undan rigningunni. Hér er Simmi að snúa á fjárhústúninu.


Molinn kveður.



15.08.2013 07:00

Elsku Tabbý mín

Ég fór upp í fjall í gær og kíkkaði á kindurnar okkar. Ég hitti þessi þar. Þetta er hún Tabbý með hrútana sína. Þeir eru orðnir svo gæfir. Ég klappaði þeim í 30-45 mín. Þau voru frekar ánægð með mig þangað til ég fór frá þeim. Ég var nú í vandræðum stundum, því þau rifust um mig, að láta klappa sér. Það sér á mér eftir hrútana. Þeir nörtuðu, já eða bitu í handleggina á mér þannig að blæddi úr. Þeir hafa líklegast haldið að ég væri brauð.

Ég hitti þrjár kindur sem ég er ekki búin að sjá í sumar. Þær eru Filma gemlingur með tvo hrúta, mamma hennar, Flekka með einn hrút og Golta með tvo hrúta. Bryðju var ég búin að sjá í fjarska, en hún kom aðeins nær núna, en ekki í brauðið. Ég er búin að sjá 79 af 205 lömbum í sumar.

Mylla er komin inn í fjallshólfið okkar. Ég veit ekki hvernig hún hefur komist þangað. Það þarf að fara að trítla með girðingunni. Einhversstaðar er hún farin að gefa sig.


Molinn kveður.



11.08.2013 22:12

Gamla vigtin okkar



Við erum að gera upp gamla og hálf ónýta vigt, sem við áttum. Ég vona að það takist. Ég tók þessar myndir þegar við vorum byrjuð að rífa hana í sundur.

Við erum búin að rífa hana í sundur og menja járnið.

Bera á timbrið, bara eftir að saga það niður.

Erum að mála járnið. Vigtin á að vera græn.

Og þetta járn líka. Við eigum eftir að mála aðra umferð, og svo er að saga timbrið og setja hana saman. Vona að það gangi vel.


Við fórum í Bægisá, að kíkja á kálfana. Hér eru þeir Siggarnir að heilsa hvor öðrum. Siggi kálfur er númer 502 og Bjössi númer 501. Siggi Tumi var ánægður með nafna sinn.

Bjössi

Siggi.


Molinn kveður.


04.08.2013 22:25

Sauðburður

Við Bjössi fórum upp í fjall til að hitta kindurnar okkar og gefa þeim brauð. Við sáum margar af þeim kindum sem við höfum séð áður. Þar á meðal hana Tabbý. Annar hrúturinn hennar var með gaddavír fastan í ullinni. Ég náði honum og gat með herkjum rifið vírinn úr. Aumingja hrúturinn að þurfa að þola það að láta rífa gaddavírinn úr sér. Þegar ég svo sleppti honum kom hann til mín og leyfði mér að klappa sér. Hann var feginn að vera laus við vírinn, já og er ekki langrækinn haha. En við Bjössi ákváðum að við færum ekki aftur upp í fjall án þess að hafa hníf með okkur. 
Það bættust fjórar við í hópinn, sem við höfum séð í sumar. Þær Vör með þrjú, Gyðja með eitt, Krúna með tvö og Þula sem var nýborin tveimur lömbum. Já hún Þula gekk fyrst 31.des. en í fósturtalningu var hún sónuð geld. Hún gekk svo tvisvar eftir það og við héldum henni. Hún átti tal núna 15. júlí, miðað við seinna skiptið sem hún var að ganga. Við héldum að vísu að hún væri ónýt. En hún hefur borið ca. 17. júlí tveimur fallegum lömbum. Hrút og gimbur. Þula greyið var komin á sláturhúslistann, en hún fær að lifa, og sanna sig á næsta ári. Hún hefur alltaf átt þyngstu lömbin hjá okkur. Mikil gleði emoticon
Þau eru svo sæt litlu greyin. Gimbrin er vinstramegin á myndinni og hrúturinn þá hægramegin. Ég er svo að springa úr monti. Ég held að ég hafi hálf öskrað af gleði þegar ég sá þessa sjón. Ég set svo myndir inn af þeim litlu greyjum. 


Við erum búin að versla eitt stykki dráttarvél. Fyrir valinu varð KUBOTA  M8540

Mjög flott vél. 


Við fórum á Sveitasælu sem var á Möðruvöllum í gær. Ég setti inn nokkrar myndir af því.

Það var frekar kalt, en við sluppum við rigninguna. 


Molinn kveður. 


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar