Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1224
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158226
Samtals gestir: 63346
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 04:44:26

Færslur: 2017 Ágúst

31.08.2017 20:32

Aftur nýjar myndir af hrútunum

12-004 Þokki  F:11-792 Flekkur  M:07-354 Mjallhvít  Frá Árna Gísla Magnússyni, Þrastarhóli 2, Hörgársveit


13-390 Andrés  F:09-891 Strengur  M:10-185  Frá Helga Steinssyni, Syðri-Bægisá, Hörgársveit


15-579 Laxi  F: 14-748 Tvistur  M:11-955 Nía  Frá Ingva Guðmundssyni, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit


16-571 Þyrill  F:14-576 Örvar  M: 12-094 Þota  Heimaræktaður


16-572 Mávur  F:15-002 Mávur  M:12-007 Mjallhvít  Frá Herdísi Leifsdóttur, Mávahlíð, Ólafsvík


16-573 Skáli  F:14-244 Trölli  M:11-155 Heiðbjört  Frá Guðmundi Skúlasyni, Staðarbakka, Hörgársveit


16-574 Strútur  F:15-149 Mósi  M:13-810 Blesa  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum


16-575 Geri  F:15-102 Salli  M:15-058  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum


16-576 Liði  F:14-972 Fannar  M:13-784  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum


16-577 Ári  F:13-029 Gormur  M:13-006 Týbrá  Frá Þórði Jónssyni, Árbæ, Reykhólahreppi


16-578 Rustikus (forystuhrútur)  F:15-325 Draumur  M:09-099 Baddý  Frá Sigurði Þór Guðmundssyni, Holti, N-Þing


Molinn kveður



31.08.2017 08:57

Heimalingar

Ísabella. Hún er þrílembingur, undan  11-313 Glæsu og 16-571 Þyrli. Hún fæddist mjög lítil


Breki. Hann er tvílembingur, undan 16-289 Búbbu og 16-575 Gera. Móðir hans steig ofan á hann, fljótlega eftir að hann fæddist, þannig að hann lærbrotnaði. Þórður og Simmi settu spelku á hann og þeim tókst að laga þetta, þannig að hann gat gengið nánast óhaltur. Núna sér maður ekki á göngulaginu, að hann hafi brotnað. Svo fékk hann sólarofnæmi í sumar og það sér aðeins á andlitinu. Það er ýmislegt lagt á hann greyið


Mollý. Hún er tvílembingur, undan 10-502 Mysu og 16-576 Liða. Mysa drapst á sauðburði. Við vitum ekki ástæðuna


Muldra, systir Mollýjar. Undan 10-502 Mysu og 16-576 Liða


Dís. Hún er tvílembingur, undan 15-226 Dós og 12-004 Þokka. Dós afneitaði henni, þannig að við tókum hana í heimalingahópinn emoticon


Glóý. Hún er einlembingur, undan 11-309 Eygló og 16-572 Máv. Eygló hefur farið af stað með annað fóstur, það sást á hildunum. Eygló fór afvelta og drapst, á sauðburði


Dammi. Hann er þrílembingur, undan 10-505 Ritu og 16-576 Liða. Hann var svo mikill klaufi að sjúga móður sína, að það endaði með því að hann var tekinn undan og hafður sem heimalingur. Auðveldara fyrir hann að sjúga pela/túttufötu, en spena


Pollý. Hún er undan 14-170 Porru og 16-576 Liða. Porra var þrílembd og í ljós kom að annar speninn var alveg lokaður. Við tókum tvö lömb undan henni og vöndum undir aðrar kindur. Lengi vel ætluðum við henni að hafa þetta lamb, en hinn speninn var eitthvað skrítinn og að lokum var ekki hægt að ná neinni mjólk úr henni. Við tókum þá Pollý undan henni í hópinn okkar


Örg. Hún er undan 16-271 Öld og 13-390 Andrési. Öld átti tvær gimbrar, en hún mjólkaði þeim ekki, þannig að við tókum hana í heimalingahópinn


Nói. Hann er fjórlembingur, undan 12-087 Slenju og 15-572 Eitli. Hann fór út með móður sinni, en skilaði sér heim að fjárhúsum nokkrum dögum seinna. Þá hafði Slenja afneitað honum. Slenja hefur farið á stað með fleiri en fjögur. Það sást á hildunum

Þá eru þau komin, öll 10. Þau hafa verið til friðs í sumar. Hafa ekki verið að fara eitthvað á flakk. Ef það hefði verið þá hefðum við keyrt þau á fjall



Molinn kveður


30.08.2017 21:20

Nokkrar kindur sem eru heima

07-005 Mjöll með tvær gimbrar og hrút undan 16-571 Þyrli. Önnur gimbrin hefur orðið útundan. Hún hefur ekki stækkað mikið í sumar. Mjöll er elsta kindin, hún er orðin 10 vetra


Þessi mynd er tekin 9.júní, af Mjöll með þríbbana. Gimbrin er hér strax farin að dragast aftur úr. Hún er greinilega minni en hin lömbin


Þetta er 16-292 Hátíð, með yngsta lambið. Hrútur sem fæddist 7.júní.  Hann er undan 16-576 Liða


10-415 Bjarney með hrút og gimbur undan 16-576 Liða. Hún fóðraðist illa í vor. Við ákváðum að hafa hana heima


16-296 Ör með tvær gimbrar undan 16-575 Gera. Hún fékk júgurbólgu í vor og var þess vegna heima. Lömbin bera þess merki. Frekar lítil greyin


15-240 Nös með hrút og gimbur undan 16-577 Ára


12-219 Depla með hrút undan 16-574 Strút


11-315 Gulbrá með tvær gimbrar og hrút undan 16-571 Þyrli


Tvær gimbrar og hrútur undan 09-020 Drífu og 16-571 Þyrli


13-113 Genta með tvo hrúta undan 15-579 Laxa


Ísabella. Hún fæddist mjög lítil. Hún er undan 11-313 Glæsu og 16-571 Þyrli


Hér er hún nýfædd (þessi litla) Við tókum hana undan og hún varð heimalingur


08-010 Zelda með tvær gimbrar undan 15-572 Eitli


15-239 Melta með tvo hrúta undan 16-579 Ára


Hrútur undan 15-224 Menju og 12-004 Þokka


15-573 Skáli kíkir til veðurs


Og ákvað að fá sér brauð


Molinn kveður


04.08.2017 23:49

Nói þríliti

Hér eru nokkrar myndir af þrílita hrútnum, Nóa, sem ég tók í dag








Mórauði liturinn er orðinn mun skýrari




Hann hefur aðeins stækkað


Molinn kveður


02.08.2017 18:04

Kindalabbitúr

Kindarúnturinn er labbitúr. Við fórum inn á Myrkárdal í dag og sáum nokkrar kindur sem við eigum


Þessir stubbar fóru með mér. Þeir voru mjög duglegir að labba


Við tókum auðvitað nesti með okkur


Brauð og kakó. Þeir voru ánægðir að fá að setjast aðeins niður og fá sér í gogginn


Ég fékk mér líka nesti  emoticon


Damian var heppin, því Tildra hans kom hlaupandi til okkar og vildi fá brauð og það fékk hún


Tildra og Damian að heilsast


Hún vildi bara meira og meira og var ekki tilbúin að yfirgefa okkur


Hún er með hrút og gimbur undan Strút. Þau eru orðin þokkalega stór


Frigg kom líka hlaupandi til okkar og vildi fá brauð. Við gáfum henni líka brauð


Jökull gefur Frigg brauð. Hún var ánægð og eins og Tildra, þá vildi hún helst ekki fara frá okkur


Hér eru lömbin hennar, hrútur og gimbur undan Strút


Teista með þrjá hrúta undan Strút


Gimbur undan Geddu og Gera. Ég sá hvergi hrútinn á móti henni. Vonandi er hann ekki dauður


Læla með hrút og gimbur undan Ára



Krumma með tvær gimbrar undan Eitli


Urð með hrút og gimbur undan Þyrli. Þriðja lambið sem var gimbur var vanin undir Eir


Þúfa með tvo hrúta undan Þyrli


Korga með hrút og gimbur undan Liða


Viðja með hrút og gimbur undan Þyrli



Nala með gimbur undan Laxa (þessi hyrnda) og þessi kollótta er gimbur undan Perlu og Liða. Hún var vanin undir Nölu


Sáta með tvo hrúta undan Skála


Snudda með svartan hrút og sv.fl. gimbur undan Strút


Garún með hrút undan Þokka (þessi hvíti) og hrút undan Drottningu og Rustikus (þessi flekkótti, foreldrarnir eru forystufé). Garún var einlembd og við vöndum undir hana


Ég held að þetta sé Kylja gemsi. Hún var geld


Þetta hvíta lamb er hrútur undan Jónu og Ára. Jóna fór afvelta og drapst, á Myrkárbakka túninu, þegar við vorum að keyra á fjall. Það var fyrstu vikuna í júní, þannig að þessi hrútur er búinn að vera móðurlaus frá því að hann var mánaðargamall. Það var gimbur á móti honum, en ég sá hana ekki


Þarna sést inn í botn á Myrkárdal


Botninn á Myrkárdal

Skemmtilegur dagur í dag, með strákunum emoticon


Molinn kveður


01.08.2017 09:12

Kindur og lömb

Kindarúnturinn er lélegri hjá okkur núna, heldur en hin sumrin. Kindurnar eru á öðrum stað. Við slepptum þeim ekki í Landafjallið eins og við höfum gert, heldur eru þær á Myrkárdal. En við erum búin að fara tvisvar til að gá hvort við sjáum ekki einhverjar. Við sáum nokkrar


Séð inn í botn á Myrkárdal


Gríma kom og þáði brauð


Hér eru lömbin hennar Grímu. Hrútur og gimbur, undan Strút


Þrír gemsar, Brók, Zeta og ég sé ekki hver þessi hvíta er. Þær voru mjög langt frá okkur. Brók er þessi sv.fl. og er með hrút undan Andrési og Zeta er þessi mó.fl. og er með gimbur undan Andrési


Kæna með tvær gimbrar undan Gera. Hún var frekar langt frá okkur, þannig að myndin er ekki alveg í fókus


Dagný með tvo hrúta undan Máv


Freydís með hrút undan Máv. Hún átti líka gimbur sem drapst fjögurra daga gömul


Hér eru þau líka. Freydís kom og þáði brauð


Brella með tvo hrúta og eina gimbur. Ég sé að annar hrúturinn er enn minnstur eins og þegar hann fæddist, þá var hann miklu minni en hin lömbin. Þau eru undan Eitli


Hrísla með tvo hrúta undan Máv


Della með tvær gimbrar undan Strút


Rist með gimbur undan Andrési. Hún var allra minnsta lamb sem fæddist þetta vor. Það hefur aðeins tognað úr henni. Ég sé ekki hver er með henni, en það er áreiðanlega geldur gemsi. Ég tek það fram að þær voru mjög langt frá okkur


Svo eru það nokkrar sem eru hér heima. Hér er Zelda með tvær gimbrar undan Eitli


Drífa með hrút og tvær gimbrar undan Þyrli


Flaska gemmsi með tvær gimbrar undan Gera. Eitthvað fóðraðist hún illa í vor og hefur ekki náð sér á strik


Bíbí þessi hvíta hyrnda. Hún var geld. Þessi hvíta kollótta er Ör gemmsi. Hún er með tvær gimbrar undan Gera. Hún fékk júgurbólgu í vor og lömbin eru frekar lítil. Svo er það Depla, þessi gráflekkótta. Hún er með hrút undan Strút


Hér er Depla með hrútinn. Hún var einlembd en hefur farið á stað með tvö


Þetta eru móðurlaus lömb. Þau eru undan Fjöður og Þyrli. Þau voru rétt um mánaðargömul þegar þau misstu móður sína


Tveir hrútar undan Gentu og Laxa


Melta með tvo hrúta undan Ára


Gulbrá með hrút og tvær gimbrar undan Þyrli

Læt þetta duga í bili

Ég á eftir að láta það eftir mér að labba inn á Myrkárdal áður en göngur verða. Hef lengi ætlað mér að gera það emoticon


Molinn kveður



  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar