Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076841
Samtals gestir: 58086
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:49:42

Færslur: 2020 Janúar

31.01.2020 19:30

Skíði


Við fórum í Skíðaþjónustuna og keyptum skíði, skíðaklossa, hjálma og skíðagleraugu á öll börnin. Þau voru mjög ánægð og drifu sig á skíði

Alexander Örn

Damian

Sólveig Björk

Vonandi eigum við eftir að fara oft í Hlíðarfjall emoticon

Molinn kveður


30.01.2020 20:56

Snjór


Við vorum aðeins að leika okkur í morgun meðan við biðum eftir skólabílnum emoticon
Ég á lítinn skrítinn skugga
Skömmin er svo líkur mér
Hleipur með mér úti og inni
Alla króka sem ég fer


Og Möðruvallakirkja í morgun emoticon


Það er mikill snjór við fjárhúsin. Hér er Þórður við snjóstálið

Stálið emoticon

Molinn kveður


29.01.2020 19:35

Karl Berndsen

Ég ætla að tileinka frænda mínum, daginn í dag. Karl Berndsen var fæddur 1. ágúst 1964. Hann lést í gær, bara 55 ára gamall. Mæður okkar eru systur
Blessuð sé minning þín elsku frændi

Molinn kveður


28.01.2020 20:41

Fyrsti sólardagurinn


Í dag var fyrsti sólardagurinn á þessu ári emoticon

Af því tilefni bakaði ég pönnukökur

Allir voru ánægðir, bæði með sólina og mig emoticon

Molinn kveður


27.01.2020 21:12

Gott veður


Möðruvallakirkja í morgun


Komin í rútínu eftir liðna helgi. Þarna bíðum við eftir skólarútunni


19-454 Gæra undan 16-260 Gálu og 15-992 Óðni

Molinn kveður


26.01.2020 20:13

Logn í dag

Veðrið í dag var æðislegt. Það snjóaði og það alveg í logni. Logn hefur nú ekki verið hér í mjög marga daga emoticon

Víða eru trén falleg eftir snjókomuna í dagMöðruvallakirkjaLeikhúsið á MöðruvöllumÉg tók aðeins flug í dagÞað kom þoka, þegar ég var að fara að lenda

Tekið í gegnum þokuna

Molinn kveður


25.01.2020 21:14

Nóg að gera í sveitinni


Búbba að fá klappVið tókum fram sleðana og lékum okkur með þá

Fórum á fjárhústúnið

Við ákváðum svo að nota fjórhjólið til að draga sleðana. Færið fyrir hjólið var mjög gott um allt. Allur snjórinn grjótharður

Það fannst þeim ekki leiðinlegt

Við fórum um allt emoticon

Molinn kveður


24.01.2020 20:52

Tveir gullmolar


Kveðja úr fjárhúsunum emoticon


Þessir vinir verða saman hér um helgina. Þeir verða bara tveir


Svo flottir vinir emoticon

Molinn kveður


23.01.2020 21:10

Rok í dag


Damian að leika sér með bílabrautina sem amma og afi hans gáfu honum


Það er búið að vera þónokkuð rok hér í dag. Krakkarnir fóru samt í skólann emoticon

Molinn kveður


22.01.2020 20:30

Allt á floti


Já nú er sko hláka. Það eru komnar tjarnir um alltTýri notar tækifærið og fær sér að drekka

Vatnið búið að bræða klakann

Það er ca. 10 cm. vatn yfir allri stéttinniSnjórinn hefur aldeilis sigið. Hann náði upp á þak. Þarna má sjá snjóhúsin okkar

Svo á að koma frost í kvöld. Þá er kannski hægt að fara á skauta emoticon

Molinn kveður


21.01.2020 19:16

Gott sleðafæri


Við fórum að renna okkur á sleða, á fjárhústúninu


Færið er frábært. Algjört hjarn. Maður sekkur EKKERT í snjóinn


Þau voru dugleg að labba upp aftur


Simmi kom á snjósleðanum og ferjaði þau upp, nokkrar ferðir. Alexander faldi sig, því hann var svo hræddur við sleðann. Hann fékkst samt til þess að fara eina ferð með Simma


Við hættum ekki fyrr en það fór að rökkva, þetta var svo gaman


Týri hljóp upp og niður og hafði gaman af emoticon

Molinn kveður


20.01.2020 18:42

Afmælisdrottning


Ég og mín systkini erum heppin með foreldra. Þau eru yndisleg emoticon Mamma á afmæli í dag emoticon Til hamingju með daginn elsku mamma emoticon


Já vetur konungur minnir á sig. Búið að vera rok í dag. Sólveig er búin að vera veðurteppt fyrir sunnan síðan í gær. Ekkert búið að fljúga síðan á laugardagskvöld. Ég held að það eigi að vera skárra veður á morgunMolinn kveður


19.01.2020 20:10

Rok og rigning í dag


Þessi hvíta hyrnda er 19-451 Kubba undan 14-145 Kirnu og 18-591 Vita. Gimbrarnar stækka og þroskast vel emoticon


16-295 Sombý heldur að hún geti teygt sig í tuggu í næsta garða. Þetta gerir hún nánast alltaf þegar við erum að gefa hey


Hér er verið að setja saman bílabraut. Það er mjög tímafrekt


Svona nánast búið. Verður klárað seinna

Molinn kveður


18.01.2020 21:11

Hrúturinn tekinn úr gemlingunum


Hrúturinn var tekinn úr gemlingunum í dag


Molinn kveður


17.01.2020 20:40

Krummi krunkar úti

Hér koma nokkrar myndir af krumma. Ég gaf honum smá í gogginn. Hann var ánægður að fá mat. Ég tók þessar myndir af honum, út um eldhúsgluggann emoticonHann kallaði á nafna sinnJá og þetta er alveg dagsatt

Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar