Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076841
Samtals gestir: 58086
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:49:42

Færslur: 2013 Júlí

29.07.2013 22:41

Tveir litlir kálfar

Við erum að fá okkur tvo kálfa í viðbót við hina tvo. Kálfarnir, Þórður og Simmi, eru að verða ársgamlir. Við ætlum að vera með fjóra kálfa næsta vetur. Þeir eru frá Röggu Möggu og Helga á Syðri-Bægisá. Annar fæddist á föstudaginn og hinn í dag. Við skruppum í Bægisá í dag, til að líta á gripina.

Þessi fæddist föstudaginn, 26. júlí. Hann heitir Bjössi.

Þessi fæddist í dag, 29. júlí. Hann heitir Siggi.
Þeir eru voðalega mikil krútt. Hlakka til að fóðra þá.


Huummm. Aðeins verið að skoða.


Þessi var gargandi hér úti, og leyfði mér að taka mynd af sér.

Nú fer fríið mitt að taka enda. Ég fer að vinna þriðjudaginn eftir versló. Ég er byrjuð að pakka niður í kassa emoticon Ég hlakka svo til að flytja  emoticonemoticonemoticon


Molinn kveður.


23.07.2013 22:27

Sala og kaup

Nú eru miklar breytingar í lífi okkar Þórðar. Við erum búin að selja íbúðina okkar að Sólvöllum 7

Sólvellir 7

Við erum líka búin að selja sumarbústaðinn okkar, Lyngbrekku

Fallegi bústaðurinn okkar Lyngbrekka.

Svo erum við að kaupa Möðruvelli 3

Möðruvellir 3, er íbúðarhúsið lengst til vinstri á þessari mynd. Þar fyrir ofan eru fjárhúsin okkar. Það verður ekkert smá æðislegt að vera komin á staðinn þar sem kindurnar eru. Það verður hægt að skjótast í fjárhúsin hvenær sem er. Nú munum við fara úr því að vera ALDREI heima í það að vera ALLTAF heima.


YNDISLEGUR TÍMI FRAMUNDAN.


Molinn kveður.


17.07.2013 23:08

Kindarúntur

Þá er ættarmótið afstaðið. Það var mjög gaman að hitta fólkið. Þetta voru afkomendur Steins og Oddnýjar, afa og ömmu Þórðar.
Flotti hópurinn sem gisti hjá okkur um helgina. Dagur Árni, Björn Þór, Sigurður Tumi, Jökull Logi, Ísabella María, Júlíus Birkir og Einar Breki.

Bjössi fór á sunnudaginn, Júlíus fór á mánudaginn og Siggi fer á föstudaginn, en þá koma þrír guttar, þeir Bjössi, Níels og Einar. Þeir verða þrír um næstu helgi.

Guðrún Helga, Einar Breki og Ísabella eru hér enn. Þau verða hér eitthvað áfram.

Við erum búin að selja íbúðina okkar Sólvelli 7, og við erum líklegast líka búin að selja sumarbústaðinn. Allt á réttri leið.


Við fórum labbikindarúntinn okkar í dag. Við sáum 13 lömb til viðbótar í hópinn sem við erum búin að sjá í sumar. Við vorum ekki ánægð með Módísi. Hún var með tvo hrúta, en átti að vera með þrjá. Svo var það líka hún Gulbrá. Hún var með einn hrút, en átti að vera með hrút og gimbur. Ég vona að þau eigi eftir að skila sér eins og gimbrin hennar Sneglu. Þær sem við sáum voru, Módís með tvö, Brella með tvö, Gríma með tvö, Perla með tvö, Klukka með tvö, Þoka með tvö og Gulbrá með eitt. 
Siggi Tumi hitti Klukku sína með hrútinn og gimbrina. Þau voru fyrstu lömbin sem fæddust í vor.

Siggi Tumi var svo ánægður að hitta Klukku.

Lömbin undan Klukku. Þau eru orðin svo stór og falleg.

Einar Breki og Guðrún komu með okkur, og hér er Einar Breki að flýja undan kindunum. Þær ætluðu að troða hann um koll. Guðrún kom honum til bjargar.

Ég setti inn nokkrar myndir. 


Molinn kveður.


13.07.2013 00:02

Ættarmót

Fyrsti í ættarmóti í dag. Við fórum á Mela í Hörgárdal, á ættarmót. Þeir sem mættu af okkar fólki eru Sigurjón, Solla, Dagur, Jökull, Guðrún, Einar Breki, Friðrik, Ísabella, Þórhallur og Birta. Svo náttúrulega við hjónin með þrjá gutta. Við Þórður ákváðum að fara heim í kvöld með Dag, Jökul, Einar Breka og Ísabellu, já og guttana þrjá. Þau Guðrún, Sigurjón og Solla geta verið í gleðinni í kvöld með Friðrik og fólkinu sem er mætt. Við ætlum svo að fara aftur á morgun með krakkana. Það gekk vel að fá þau til að sofna. Þau eru sjö talsins.
Það voru allir glaðir að hittast. Hér er ég með tvö gullin mín, sem komu í dag.
Góður dagur í dag.

Molinn kveður.


10.07.2013 21:56

Kindur og lömb

Við fórum í grillpartý til Jóns Birkis, í gær. Við hittumst þar öll systkinin og co. nema Rikki. Mamma og pabbi mættu líka. Það var gaman að hittast, gerum alltof lítið af því.


Það er búið að keyra heyrúllunum heim. Þær voru settar inn í hlöðu. 

Komnar 39 rúllur inn í hlöðu.


Ég fór minn labbi-kindarúnt í dag. Það bættust 6 lömb í hópinn þann sem ég er búin að sjá í sumar. Ég sá Mýslu með hrútinn sinn, Sælu með gimbrarnar sínar, Míu með gimbrina sína og Zeldu með hrútana sína. Ég sá líka Skriðu. Hún var geld í vor. 

Þessi litli svarti hrútur er undan Mýslu. Hann fæddist frekar lítill.
Mýsla með litla stubb. Það hefur tognað aðeins úr honum.

Ég var alveg búin að reikna með því að sjá ekki kindurnar fyrr en í haust, þegar að við slepptum á fjall. En það er nú annað. Ég þarf ekki að fara langt til að sjá þessar elskur. Það er bara létt ganga, rétt ofan við fjallsgirðingu. Þær eru mikið á flakki um fjallið, því stundum sé ég enga en stundum nokkrar. Þetta er svo gaman emoticon  


Molinn kveður.


08.07.2013 08:32

Fyrri slætti lokið

Við fórum, í fyrradag, með strákana í Baugasel. Það var hin árlega ferð okkar. Við höfum alltaf farið með þá þangað, þegar þeir eru í sumardvöl hjá okkur. Veðrið hefði mátt vera aðeins betra. Það var bara rigning þarna framfrá. En þeir höfðu mjög gaman af þessari ferð í "draugahúsið" með grasþakinu.

Júlli, Bjössi og Siggi. Það er einhver rigningarsvipur á Júlla.


Enn eru kindur að koma niður úr fjallinu. Við rákum tvo gemsa og tvö lömb, sem við eigum, upp í fjall, í gær. Þær koma niður þar sem ekki er búið að gera við girðingar, og svo koma þær til okkar. Við erum búin að reka þessar allavegana einusinni áður uppeftir. Ég held að það sé búið að gera við girðingarnar núna, þannig að þær ættu að tolla upp í fjalli.

Þetta eru Rjúpa með mórauða gimbur og Snjóka með móflekkótta gimbur.


Þegar við vorum búin að reka þær uppeftir, þá sáum við nokkra kindur sem við eigum. Við sáum meðalannars Sneglu, sem var bara með annað lambið síðast þegar ég sá hana. Nú var hún hinsvegar komin með þau bæði. Mikið var ég ánægð að sjá gimbrina hennar. 

Gimbrin hennar Sneglu. Sem betur fer ekki dauð.


Fjallsstykkið og litli parturinn norðan við skjólbeltið, voru slegin í fyrradag. Það var svo snúið tvisvar í gær, og svo var líka bundið í gær. Rétt náðist áður en fór að mígrigna. Það féllu nokkrir dropar, þegar restin var rúlluð. Við fengum 31 rúllu af fjallsstykkinu og 8 rúllur af litla frímerkinu norðan við skjólbeltið. Við erum þá búin að heyja 107 rúllur. Fyrri slætti lokið hjá okkur.

Við fengum 31 rúllu af fjallsstykkinu sem er ca. 2 ha. 

Og við fengum 8 rúllur af þessu frímerki neðan við refaskálann, norðan við skjólbeltið. Það er ca. 0,4 ha. 

Það dugar ekkert minna en þessi floti af vélum, á þetta litla frímerki. 


Bjössi fór heim í gær, en kemur aftur á föstudaginn. Núna eru tveir guttar hjá okkur emoticon


Molinn kveður. 05.07.2013 20:39

Góður dagur

Ég byrjaði daginn snemma, og sletti í nokkur form. Eins og ég sagði í gær, þá ætla ég að REYNA að vera dugleg að baka. Það er svo langt síðan að ég hef bakað (annað en tertur) að ég var búin að gleyma hvernig svona bakkelsi bragðast. En það var gott, það sem ég gerði.Við fórum í Myrká í dag, og þar var þessi flotta tík, í heimsókn. Strákarnir voru frekar hrifnir af henni, og léku lengi við hana. Það var mikið stuð á þeim. Ég setti inn myndir fyrir mömmurnar emoticon


Molinn kveður.04.07.2013 18:11

Trítl í fjallið og heiti potturinn

Við Bjössi, Júlli og Siggi, erum enn að trítla upp í fjall og athuga hvort við sjáum einhverjar kindur sem við eigum. Við fórum í fyrradag og sáum fjórar kindur, en þær vildu ekkert koma til okkar. Í gær fórum við bara í fjallshólfið og sáum eina, og hún vildi ekki koma til okkar. Hinsvegar í dag, þá fórum við upp í fjall, og við sáum 8. Þar á meðal var elskan hún Tabbý með flottu hrútana sína.  Þær sem við sáum voru, Tabbý með tvo hrúta, Frigg með gimbur, Freyju með hrút, Þóru með hrút og gimbur, Gímu með tvær gimbrar, Sneglu með annað lambið, hrút, Rán með hrút og Myllu með hrút. Vá hvað það er gaman að geta nálgast þessar kindur okkar emoticon

Þetta er Tabbý með hrútana sína. Ég er búin að setja inn myndir af þeim sem við sáum. 


Það er stanslaus þjálfun í þessari sumardvöl hjá guttunum. Við trítlum rólega upp í fjall, drekkum nestið okkar. Hugum að kindunum og förum svo í pottinn í Lyngbrekku. Það er góður rúntur hjá okkur.

Júlli, Bjössi og Siggi fá sér nestið sitt.


Nú er rabbabaratíminn. Ég er búin að slíta upp mikinn rabbabara og ætla að skera hann og frysta. Nú ætlar kellan að gera mikið af sultu, því hún ætlar líka að byrja á því að baka og eiga nær alltaf bakkelsi. Vonandi verður þetta að veruleika.


Molinn kveður.


01.07.2013 14:56

Labbi, kinda rúntur

Við Bjössi og Júlli fórum í Möðruvelli í dag. Við ákváðum að taka okkur göngutúr, uppfyrir girðingu og athuga hvort við sæum einhverjar kindur. Það var nú svo mikill grís á okkur, að við hittum Mörk "hans Bjössa". Hún var rétt fyrir ofan girðingu, og kom til okkar. Ég tek það fram, að þessi kind er styggasta kindin í húsunum, að vísu við alla nema Bjössa. Þegar við vorum búin að gefa Mörk brauð, kom Freyja með hrútinn sinn. Þau þáðu brauðið með þökkum.  Við sáum líka hana Heiðdísi. Hún kom ekki í brauðið. Mylla kom og fékk sér brauð. Fleiri myndir í albúmi.

Mörk leyfði Bjössa að klappa sér.

Ég væri til í að fá þyrlu, og hífa hjólhýsið uppfyrir girðingu, og hafa það þar í sumar. Það væri ljúft að búa þar, og hafa kindurnar í kring, eins og það var á sauðburði.

Nú fer maður að trítla oftar þarna uppeftir.

Nú er Siggi Tumi mættur í sumardvöl. Þeir eru þá komnir þrír guttarnir. 


Molinn kveður.

 
  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar