Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1484
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076726
Samtals gestir: 58081
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 23:45:27

Færslur: 2017 Júlí

27.07.2017 22:25

Raka, raka og raka

Hér á þessum link    Heyskapur     er ég búin að blogga um heyskapinn. Eins og sést þá vorum við að enda við að heyja fyrir neðan og ofan við íbúðarhúsin


Við erum búin að raka dreifar, í allan dag og eigum mikið eftir enn. Hér er Damian að raka


Búin að raka í nokkrar hrúgur, þvílík vinna. Þetta minnir á þá gömlu góðu daga


Já alveg nóg að gera


Svo tökum við hrúgurnar


Svo fékk ég auðvitað að liggja á heyinu á kerrunni. Alveg eins og maður gerði þegar maður var krakki.

Við tökum annan dag í þetta á morgun

Það eru komnar 424 rúllur sem heyjaðar hafa verið í sumar. Vonandi þurfum við ekki að heyja meira í sumar. Við verðum bara að beita þetta í haustMolinn kveður27.07.2017 21:07

Eiginlega alltof gott veður

Veðrið er búið að vera svakalegt í rúma viku. Þá meina ég eiginlega of gott veður


19. júlí


22. júlí kl. 11


23. júlí kl. 8


23. júlí kl. 11


23. júlí


24. júlí kl. 13


25. júlí kl. 11


25. júlí kl. 13


25. júlí kl. 16


25. júlí


26. júlí kl. 8


26. júlí kl. 11


26. júlí kl. 17


26. júlí


27. júlí

Í dag var þetta aðeins skárra. Það var hægt að vera úti án þess að svitna við það að gera ekki neitt.
15 stig er alveg nóg emoticon


Molinn kveður19.07.2017 22:35

Sumarið er tíminn

Jæja þá er nú sumarið komið.


Veðrið eins og það var í dag 19. júlí.

Það kom svo gott veður að ég er loksins búin að koma því í verk að þvo úlpur, stakka, galla og svefnpoka sem notaðir voru í sauðburði í vor


Hrútar undan Menju. Þessi mynd er tekin 16. júlí, 18. júlí fundum við þennan hvíta hrút, dauðan. Mjög skrítið


Gulbrá með lömbin sín þrjú


Nös með lömbin sín


Týri í góðum leik


Skógarþröstur að mata ungann sinn


Þessi ungi er orðinn fleygur. Hann eltir foreldrið sitt um alla lóð til að fá að éta


Já hann vill bara meira og meira


Hér er hann búinn að fá maðk og er frekar ánægður með það


Þessi maríuerla er líka að keppast við að gefa unganum sínum að éta


Hann eltir foreldrið sitt um allan garð, eins og skógarþrastar unginn. Það er mikið að gera hjá þeim


Molinn kveður13.07.2017 19:57

Svarfaðardalur og Skíðadalur

Við skruppum í Svarfaðardal og Skíðadal í dag. Það var mjög gott veður


Við byrjuðum á að fá okkur kaffisopa við Tungurétt. Þetta er alveg svakalega flott rétt


Og kaffisopinn var góður


Veggirnir eru mjög þykkir


Veggirnir eru þykkri í almenningnum. Aðeins þynnri í dilkunum. Svakalega er þetta flott rétt


Almenningurinn emoticon


Það eru 17 dilkar


Og líka flott hlið


Það þarf ekki að kvarta undan aðstæðunni þarna emoticon


Þarna er flotta réttin, Tungurétt


Já og það eru komin krækiber


Við snérum við hjá Kóngsstöðum


Klængshóll


Hnjúkur


Hóll


Göngustaðir


Búrfell

Gaman að fara þetta í dag emoticon


Molinn kveður13.07.2017 19:00

Skógarþröstur

Það er líf í fjárhúsunum, þótt kindurnar séu farnar á fjall


Það er komið flott hreiður ofan á rafmagnstöfluna í fjárhúsunum


Það eru komin 4 egg þar. Kannski á hann eftir að verpa nokkrum í viðbót


Skógarþrösturinn kominn til að liggja á


Lagstur áMolinn kveður12.07.2017 20:24

Haukur Nói þriggja ára


Jæja þá er þetta ömmu og afa gull orðið þriggja ára. Við vorum í afmælisveislu hjá honum í dag


Þarna var hann að bíða eftir afmælissöngnum. Hann var mjög spenntur


Þvílíkar kræsingar emoticon


Flott Mario afmælistertan


Já þriggja ára


Mjög góð terta


Einn orðinn þreyttur eftir góðan dag og þá er gott að setjast aðeins hjá afa og hvíla sig emoticon


Molinn kveður


10.07.2017 19:54

Nýjar myndir af hrútunum


12-004 Þokki  F:11-792 Flekkur  M:07-354 Mjallhvít  Frá Árna Gísla Magnússyni, Þrastarhóli 2, Hörgársveit13-390 Andrés  F:09-891 Strengur  M:10-185  Frá Helga Steinssyni, Syðri-Bægisá, Hörgársveit


15-579 Laxi  F: 14-748 Tvistur  M:11-955 Nía  Frá Ingva Guðmundssyni, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit


16-571 Þyrill  F:14-576 Örvar  M: 12-094 Þota  Heimaræktaður


16-572 Mávur  F:15-002 Mávur  M:12-007 Mjallhvít  Frá Herdísi Leifsdóttur, Mávahlíð, Ólafsvík


16-573 Skáli  F:14-244 Trölli  M:11-155 Heiðbjört  Frá Guðmundi Skúlasyni, Staðarbakka, Hörgársveit


16-574 Strútur  F:15-149 Mósi  M:13-810 Blesa  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum


16-575 Geri  F:15-102 Salli  M:15-058  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum


16-576 Liði  F:14-972 Fannar  M:13-784  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum


16-577 Ári  F:13-029 Gormur  M:13-006 Týbrá  Frá Þórði Jónssyni, Árbæ, Reykhólahreppi


16-578 Rustikus (forystuhrútur)  F:15-325 Draumur  M:09-099 Baddý  Frá Sigurði Þór Guðmundssyni, Holti, N-Þing


Molinn kveður09.07.2017 19:46

Börn og kindur


Þessir tveir eru góðir vinir. Einar Breki vill alltaf hjálpa afa, og helst vera með honum allann daginn. Honum finnst það mjög gaman


Þessir flottu ömmu og afa gull voru hjá okkur í tvær vikur, að vísu bara virku dagana. Það gekk mjög vel emoticon


Ég elska þessa mjög mikið emoticon


Júlli kom og var eina viku og það gekk mjög vel með þá alla saman


Gott að fá sér pönnukökur eftir góðan dag emoticon


Við skruppum í Baugasel. Það er skrítið að það er ekkert búið að snyrta í kringum húsið þar. Grasið nær upp að hnjám


Árdís og Kristófer komu í heimsókn til afa og ömmu. Við fórum upp í fjallshólfið og hittum nokkrar kindur og lömb þar. Hér er Árdís að gefa Zeldu brauð


Og hér er Kristófer með einn heimalinginn. Þau eru mjög gæf og eru ekkert á móti því að fá klapp


Drífa með tvær gimbrar og einn hrút


Gulbrá með tvær gimbrar og einn hrút


Þessir hrútar eru undan Menju


Þetta eru móðurlaus lömb sem eru í fjallshólfinu. Þau eru undan Fjöður


Þetta er yngsta lambið. Það fæddist 7. júní


Maríuerla hefur verpt í þakrennuna á bílskúrnum. Annað hvort eru 4 fúlegg eða hún hefur orðið fyrir truflun, því það eru 4 heil egg þarna


Þarna er hreiðriðMolinn kveður


01.07.2017 10:48

Þríliti hrúturinn

Hér koma nokkrar myndir af þrílita hrútnum, fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Móðir hans afneitaði honum og hann er í heimalinga hópnum okkar.
Hægra eyrað er mórautt


Hér sjást mórauðu blettirnir vel


Mórautt í kringum vinstra augað og svart í kringum hitt.
Við þurfum að finna flott nafn á hann. Núna köllum við hann Nóa


Nú eru heimalingarnir komnir upp í fjallshólf (hættir að fá að drekka í fjárhúsunum). Við gefum þeim að drekka einu sinni á dag


Svo eiga þeir bara að bíta gras


Molinn kveður


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar