Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076902
Samtals gestir: 58092
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 01:33:10

Færslur: 2013 Júní

30.06.2013 23:45

Ferðalag


Við erum með eitt stykki húsbíl í láni. Sigga tengdamamma lánaði okkur bílinn sinn. Við fengum hann á föstudaginn. Við ákváðum svo loksins að fara í ferðalag í dag, og já við fórum. En stutt var það haha. Við byrjuðum á því að keyra í Húnavatnssýslu. Við ætluðum að heimsækja þar fólk, en það var enginn heima. Við ákváðum þá að fara til baka, því það var svo mikið rok, og veðrið var ekkert sérstakt. Þegar við vorum komin í Varmahlíð, þá ákváðum við að keyra í gegnum Fljótin heim. Það er nú meira hvað það er mikill snjór þar ennþá. En túnin eru orðin vel græn. Við keyrðum svo í gegnum Sigló og til Ólafsfjarðar. Í Ólafsfirði beið okkar pitsa og franskar. Rikki bróðir og Addý mágkona reka þar matsölustað, Höllina, og buðu okkur pitsu. Takk fyrir okkur elsku Rikki og Addý. Við vorum svo komin heim um kl. 20. Þetta var samt mjög fín ferð, og gaman að keyra í gegnum Fljótin, uppeldissveitina mína. 
Júlli kom á föstudaginn, í sumardvölina. Hann fór með okkur í þessa ferð. Nú er Bjössi mættur líka í sumardvöl, og Siggi Tumi kemur á morgun. Við eigum eftir að fara með þá í smá húsbílaferð. 

Júlli svo ánægður í húsbílnum.


Molinn kveður.29.06.2013 20:40

Trillurnar þrjár

Við rákum þessa sex gemlinga  (sem komu heim um daginn)  upp í fjall í dag. Við leyfðum Ponsu að fljóta með. Þá eru 6 hrútar og 3 kindur með 6 lömb eftir í fjallshólfinu okkar. Það gekk mjög vel að reka þær uppfyrir. Kálfarnir eltu okkur eins og hundar. Þeir eru svo gæfir. Það var eins gott að þeir sluppu ekki uppfyrir.

Simmi og Þórður að elta okkur


Þegar við vorum búin að reka kindurnar uppfyrir girðingu, þá horfðum við í kringum okkur, til að athuga hvort við sæjum einhverjar kindur og sáum þá Gullbrá með trillurnar þrjár. Það hefur tognað vel úr þeim. Mjög fallegar. Hún var norðan við Staðarána, og langaði frekar mikið til að koma til okkar, en áin stoppaði hana. Hún horfði bara jarmandi á okkur. Nú fer að líða að því að trítla upp í fjall og athuga hvort ég sjái einhverjar kindur sem við eigum.

Það er ljúft að hugsa til þess að þurfa ekki í vinnuna á mánudaginn emoticon


Molinn kveður.


28.06.2013 08:48

SUMARFRÍ

Þá er nú kellan að smella í sumarfrí, í dag kl. 16. Ég verð í fríi til 6. ágúst. Ekki amarlegt það. Vonandi fær Þórður að vera í fríi með mér, en líklegast þarf hann eitthvað að reka inn nefið í vinnunni, á þessum tíma.
Strákarnir verða hjá okkur meira núna í júlí, en þeir hafa verið. Þeir verða um helgar og líka eitthvað virku dagana. Það kallast sumardvöl.

Júlíus Birkir Magnússon. Hann verður 18 sólahringa

Níels Kristinn Ómarsson. Hann verður 2 sólahringa
Björn Þór Kristinsson. Hann verður 18 sólahringa 

Sigurður Tumi Rúnarsson. Hann verður 18 sólahringa 

Einar Kristinn Gunnarsson. Hann verður 2 sólahringa 


Svo fáum við vonandi heimsókn frá börnunum og barnabörnunum okkar. 
Við verðum vonandi líka eitthvað í sveitinni, í heyskap og fl.
Það verður eitt ættarmót og einn ættarhittingur sem við ætlum að mæta á.
Það verður mikið og gott að gera í júlí.


Molinn kveður.

25.06.2013 20:40

Enn koma kindur heim

Enn eru kindurnar að koma heim. Í dag komu 4 gemsar með 5 lömb. Þær voru komnar í túnið á næstu jörð. Við fórum og rákum þær í fjallshólfið okkar.  Nú þarf að koma þeim aftur upp í fjall. Það eru þá 6 gemsar sem eru komnir heim, með 7 lömb. Það er nú ekki nógu gott, þó mér finnist nú mjög gaman að sjá þær.

Hér eru þær, Snjóka með móflekkótta gimbur, Ögn með hvíta gimbur, Rjúpa með mórauða gimbur og Björt með hvítan hrút og mórauða gimbur.  Það eru svo myndir af þeim komnar inn í albúm.


Í dag, kvöddum við þessa yndislegu konu, Dísu hans Rabba, í hinsta sinn.

Hálfdánía Árdís Jónasdóttir
Blessuð sé minning þín elsku Dísa.Molinn kveður.


23.06.2013 21:55

Rúllurnar komnar heim

Þá er Þórður búinn að keyra rúllunum heim. Hann setti þær í stæðu við fjárhúsin, en ekki inn í hlöðu.

Komin þessi fína heystæða við fjárhúsin.
Rúllurnar voru 68 en ekki 67.


Molinn kveður.
22.06.2013 23:00

Kindurnar trítla hringinn

Maður þarf ekki að fara kindarúntinn. Þær koma til mín. Þessar birtust núna í dag. Þær voru settar upp í fjall, en það er ekki allstaðar búið að gera við fjallsgirðingarnar, þannig að þær koma bara niður og heim.

Þetta eru tveir gemsar, Mylla og Purka, með hrútana sína. Þeir hafa heldurbetur stækkað. Við verðum að setja þær aftur upp í fjall.
Ég er búin að setja inn myndir frá deginum í dag. 


Við tókum til í hlöðunni, og færðum hjólhýsið, þannig að það sé hægt að koma inn rúllum. Við ætlum samt ekki að setja þessar 67 rúllur inn, heldur að stafla þeim úti, því það á að gefa þetta hey í vor. 

Það er orðið svo rosalega fínt í hlöðunni, hjólhýsið komið á annan stað. Núna er pláss fyrir nokkrar rúllur.

Við heimsóttum nýju ábúendurna á Myrká í morgun. Þetta er glæsilegt hjá þeim Ogga og Áslaugu.Molinn kveður.21.06.2013 21:04

Heyið rúllað

Jæja þá er nú búið að rúlla fjárhústúnið. Við fengum 68 rúllur af því. Það er þá komið hey fyrir 68 kindur í vetur emoticon Við fengum enga rigningu í það. Mjög góð verkun. Við erum ánægð með fjöldann. Vonandi eigum við eftir að slá þetta tún tvisvar í viðbót.

Helgi Steinsson á Bægisá kom og rúllaði fyrir okkur. Hann var að vígja þessa flottu rúllu/pökkunar vél. Mjög flottar græjur hjá honum.

Mjög flott sett

68 rúllur. Mjög ánægð

Helgi Steinsson við nýju græjuna. Innilega til hamingju með þetta Helgi minn og takk fyrir daginn emoticon


Þrír guttar hjá okkur þessa helgi. Einar Kristinn, Björn Þór og Sigurður Tumi. Flottir strákar.


Ég setti inn myndir af heyskapnum, og svo setti ég til gamans myndir af fjórum hrútum og nokkrum lömbunum sem eru heimavið ennþá ásamt mæðrunum. Við erum með sex hrúta, fjórar ær og sjö lömb, í fjallshólfinu.Molinn kveður.
20.06.2013 22:52

Enn heyskapur

Simmi dreifði úr görðunum í dag. 

Svo kom Árni að garða fyrir bindivélina. Það á að binda á morgun.

Ekkert smá græja


Þórður rakaði slæðing.


Svo kemur nú græja á morgun til að binda.


Molinn kveður.19.06.2013 22:55

HeyskapurSimmi er búinn að snúa, heyinu á fjárhústúninu,  tvisvar í dag.


Svo garðaði hann allt upp.


Ég tók 28 ára gamla hrífu, sem er í góðu lagi ennþá,  og rakaði þar sem rakstrarvélin náði ekki. Það rifjuðust upp gamlir góðir tímar á Molastöðum þegar ég var að raka, því ég var vön að taka í hrífuna þar.

Vonandi verður hægt að rúlla á morgun emoticon


Molinn kveður.


18.06.2013 23:09

Heyskapur hafinn :-)

Þá erum við nú byrjuð að heyja. Árni í Dunhaga sló fjárhústúnið fyrir okkur í dag/kvöld. Það er 5,3 ha. 
 Alveg ágæt spretta. Það verður gaman að vita hvað við fáum margar rúllur af þessu túni.Þeir eru kátir og hressir Þórður og Simmi. Ég held að þeim langi í slægjuna góðu. Þeir hafa það samt gott þarna.


Molinn kveður.18.06.2013 14:09

Yndisleg helgi að baki


Ólafur Geir Vagnsson sjötugur. Hann kom með flottar veitingar í vinnuna, á föstudaginn. Ég er búin að setja inn myndir, sem ég tók í tilefni afmælisins.


Þessi gullmoli kom í heimsókn til ömmu og afa, ásamt foreldrum, um helgina. Helgin var yndisleg í alla staði. Við eyddum góðum tíma í Lyngbrekku, sumarbústaðnum okkar. Við vorum að vísu að koma þangað í fyrsta sinn eftir veturinn, því það hefur verið svo mikið að gera hjá okkur, og lítið annað komist að nema kindurnar emoticon sem er gott mál.
Það kemur allt vel undan vetri þar, nema kannski tjaldstæðið, það er aðeins kal þar. Þórður sló flötina og bar á og vonandi nær þetta að jafna sig. Já og Þórður lét renna í pottinn. Við Bjössi og Sigga tengdamamma skelltum okkur í hann í gær. Nú er hægt að fara í hann þegar manni hentar.

Við vorum með þrjá gutta um helgina, þá Júlla, Bjössa og Níels. Það gekk mjög vel.

Við settum kálfana út á sunnudaginn. Þeir voru nú ekki alveg með það á hreinu hvernig á að labba á ósléttu. Voru oft að detta. Þeir voru frekar glaðir og skvettust til og frá.

Hér er Þórður að skvetta úr klaufunum

Og hér er Simmi

Þeir munu hafa það gott í sumar.  

Við hittum tvö gull um helgina. Dagur Árni og Jökull Logi (ömmu og afa guttarnir okkar) voru um helgina hjá ömmu sinni (Fanneyju) og afa sínum (Guðmundi).  Það var gaman að hitta þá, þótt stutt væri. 


Molinn kveður.


13.06.2013 21:41

Fénu sleppt á fjall

Jæja þá eru kindurnar farnar upp í fjall. Við rákum ca. helminginn uppeftir, í fyrradag, 11. júní, og restina í gær 12. Við þurftum að byrja á því að reka inn í fjárhús og klippa klaufir og gefa ormalyf áður en þær fóru í fjallið. Við byrjuðum báða dagana strax eftir vinnu og vorum ekki búin fyrr en að ganga eitt bæði kvöldin. En núna er þetta búið. Við skildum hrútana 6 eftir, og fjórar ær með lömb, í fjallshólfinu. Við ætlum að hafa þær heimavið til að byrja með, en hrútarnir verða heima í sumar. Ég sé kannski einhverjar kindur í sumar ef þær fara ekki langt. Þær eru ekkert að flýta sér í burtu. Það er allavegana hópur fyrir ofan girðingu ennþá. Þær hafa ekki verið þarna fyrr, og eru að átta sig á því hvert þær ættu að fara. Nú er bara að telja niður dagana þangað til þær koma aftur. Við fundum eitt dautt lamb þegar við fórum að reka inn fyrri daginn. Það var stór hrútur undan Ponsu. Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir hann. Frekar leiðinlegt, en svona er þetta bara.


Kálfarnir eru inni ennþá. Þeir fá nú kannski að fara út. Ég fór og gaf þeim í dag. Þeir voru frekar ánægðir með mig, því ég fór út og reitti gras og gaf þeim.
Mjög ánægðir með mig. Ég verð að gera þetta á hverjum degi hér eftir, þangað til þeir fara út.


Molinn kveður.


10.06.2013 10:16

Yndisleg ferð

Við Þórður fórum, á laugardagsmorgunn, á Hvanneyri. Þeir strákar sem útskrifuðust sem búfræðikandidatar 1973 voru að hittast í fyrsta skiptið í 40 ár.

Hér eru þeir 1973. 
Þeir heita, frá vinstri, efri röð, Friðrik Jónsson, Reynir Sigursteinsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jónantan Hermannsson, Þorgeir Vigfússon, Þórður Gunnar Sigurjónsson og Haukur Júlíusson. 
Frá vinstri, neðri röð, Björn Jóhannesson, Bjarni Maronsson, Ari Teitsson, Gunnar Guðmundsson og Kristján Bj. Jónsson.
Og svo er þessi mynd tekin á laugardaginn 8. júní. Það vantar þrjá á þessa mynd, þá Reyni Sigursteinsson, Björn Jóhannesson og Kristján Bj. Jónsson en hann mætti svo seinna um daginn, þannig að þeir hittust 10 af 12.

Þessi mynd er tekin 1973

Og þessi mynd er tekin núna. Þeir hafa lítið sem ekkert breyst, ennþá sömu krúttin.

Ég er búin að setja inn slatta af myndum í albúm hér á síðunni. Þessi hittingur var frábær í alla staði. Myndirnar tala sínu máli. Takk kærlega fyrir þennan frábæra dag strákar og stelpur.


Á heimleiðinni, tókum við á okkur krók. Við fórum á Snæfellsnesið. Við ætluðum að heimsækja Svan bónda í Dalsmynni, en hann var ekki heima. 

Dalsmynni.

Svo héldum við ferð okkar áfram, og heimsóttum Herdísi Leifsdóttur, kinda vinkonu mína. Kíkkuðum í fjárhúsin hjá henni, sem voru nú tómlegt eins og í flestum fjárhúsum á þessum tíma. Við keyrðum svo að Mávahlíð með henni. Sáum þar nokkrar kindur. Takk Dísa mín fyrir þessa stund.

Hér erum við kindavinkonurnar.
Við komum við hjá Sigurborgu Leifsdóttur og Herði, í sumarbústaðinn þeirra í Tröð. Við fengum góðar móttökur. Rosalega sem þau eru búin að gera allt flott þarna. Alveg hreint yndislegt að koma til þeirra.

Við komum svo við hjá Hidda og Hrefnu í Bjarnarhöfn. Við fengum góðar móttökur þar að vanda.

Við vorum svo komin heim eitthvað aðeins fyrir kl. 23. Yndisleg ferð í ALLA STAÐI.


Molinn kveður.


07.06.2013 21:33

Öll lömbin

Ég á alveg ótrúlega tengdamömmu. Hún er 82 ára og fer létt með það að aka um allt á húsbíl. Hún var að fara í fyrstu ferð sumarsins með húsbílafélaginu, og áreiðanlega ekki þá síðustu. 

Hún bauð vinkonu sinni, Bellu, með í þessa ferð. Þarna eru þær að leggja af stað.
Þær eru svo flottar. Tengdamamma mín heitir María Sigríður Þórðardóttir.Í dag, kvöddum við þessa yndislegu konu, Björgu Benediktsdóttur, í hinsta sinn.

Blessuð sé minning þín elsku Björg.


Nú er ég búin að setja inn myndir af restinni af lömbunum. Ég var komin í lömb  númer 200 og núna eru komnar myndir af lömbunum til 205. Það er í albúmi Lömb númer 153-205. Ég er líka búin að setja inn myndir af hvítu lömbunum, bæði hrútum og svo gimbrum og svo líka myndir af mislitu lömbunum, bæði hrútum og svo gimbrum.


Molinn kveður.06.06.2013 09:19

Komin í rútínu aftur

Þá er ég nú komin í rútínuna aftur. Byrjuð að vinna. Ekki skemmtileg skipti það, hahaha. Það er samt skrítið að vera með rennandi heitt vatn, fara í bað á hverjum degi,  geta hent í uppþvottavélina og svo framvegis. Hitt var samt mjög, mjög, mjög notarlegt og gaman. 
Þvottavélin hefur varla stoppað síðan ég kom heim. Ég er búin að þvo allar sængurnar og koddana sem ég var með. Alla kuldagallana. Já og margt fleira. 

Það er loksins komið sumar hér fyrir norðan. Yndislegt veður búið að vera síðan ég flutti heim. Það er erfitt að hanga inni í þessu veðri. Það hefði mátt vera svona veður í maí.


Við þurftum að lóga einu lambi, því það var eitthvað veikt. Við héldum að það væri með stíuskjögur, en það hefur verið eitthvað annað að því. Það var ekkert annað í stöðunni en að lóga því greyinu. Þetta var stór tvílembingur undan gemling. Svo dó litla svört í gær. Hún stækkaði nánast ekkert greyið litla. 

Þetta er lambið sem við þurftum að lóga emoticon


Og þetta er litla svört sem dó í gær emoticon 
Úff það er alltaf svo leiðinlegt þegar svona fer. Það eru þá á lífi 203 lömb. 

Við ætlum að reyna að selppa um miðjan júní. 

Kindunum líður vel. Ég fer á hverjum degi og trítla um hólfið þeirra. Gauka að þeim fóðurbæti og brauði, og horfi á fallegu lömbin.

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir.Molinn kveður.

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar