Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1455
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158457
Samtals gestir: 63389
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 08:40:20

Færslur: 2008 September

29.09.2008 22:31

Mikil vinna framundan

Halló !!!

Ég fór í heimsókn til Hafsteins og Fanneyjar núna í kvöld til að sjá litla frænda. Hann er fallegur drengurinn. Líklegast líkist hann Hafsteini. Ég setti inn myndir.

Núna er mikil vinna þessa viku. Líklegast verð ég að vinna til kl. ca.21 öll kvöldin, og á laugardaginn líka.

Ég er búin að fara út að keyra með Þórhalli. Ég var nú pínu smeik í fyrstu, en svo fór ég að slaka á. Hann stendur sig vel í þessu.

Jæja þá er það svefninn.

Molinn kveður.

28.09.2008 21:20

Lítill frændi fæddur

Halló !!!

Já ég eignaðist lítinn sætan frænda í gær. Hafsteinn og Fanney eignuðust dreng kl. 14:30 í gær og það gekk vel. Hann var 13 merkur og 54 cm. Pála frænka átti 25 ára afmæli í gær, þannig að þau eiga saman þennan dag.

Við skruppum í sveitina í gær eftir vinnu hjá mér. Í dag fórum við Júlli og Siggi í Kjarnaskóg, sveitina og Lyngbrekku. Siggi og Júlli fóru í frekar mikið drullumall í sveitinni. Ég setti inn nokkrar myndir af deginum.

Molinn kveður.

26.09.2008 20:27

Nú verða allir að vera á varðbergi

Já góða kvöldið !!!!

Já nú verða allir að passa sig í umferðinni, því að hann Þórhallur er kominn með æfingarakstur. Já já þeir feðgar fóru út að aka áðan, og ég held að hann Þórður hafi svona frekar verið í hræddari kantinum allavega svona í fyrstu, en hann Þórhallur stóð sig bara vel. Ég fer með hann út að aka á morgun.

Nú eru þeir Júlli og Siggi hjá okkur um þessa helgi og bara gott um það að segja. Ég kíki nú kanski eitthvað í sveitina með þá á morgun. Það eru komnir svo margir kálfar. Ég held að Júlli verði ánægður með það.

Molinn kveður.

24.09.2008 20:06

Rekið inn á Bægisá

Halló !!!!

Jæja nú var mín í fríi frá vinnunni í dag. Við fórum í morgun á Bægisá og rákum féð inn með þeim Helga og Röggu. Við sendum svo 13 stk. frá Rauðalæk á sláturhús. Ég datt bara þrisvar á kviðinn, eða sko tvisvar í rekstrinum og einusinni í réttinni. Ég er orðin eitthvað svo völt á löppunum. En nú er vinna á morgun og líklegast mikil vinna á næstunni ef kemur einhver sprengja í skyrdrykkinn, sem við erum byrjuð að framleiða. En það á að vikta og ómskoða næsta miðvikudag og ÉG VERÐ AÐ FÁ FRÍ ÞÁ. Fer í það á morgun að betla út frí. Ég setti inn myndir he he he.

Molinn kveður.

21.09.2008 18:28

Afmæli

Já halló hér !!!

Við fórum í alveg æðislegt afmæli í gær. Það var verið að halda upp á 80 ára afmæli Hauks og líka 20 ára hjúskaparafmæli Siggu og Hauks, í Hólsbúð. Það var grillað kjöt, og alveg hreint afskaplega gott kjöt. Frábær dagur. Til hamingju með þetta elsku Sigga og Haukur. Ég setti inn nokkrar myndir frá gærdeginum.

Helga Dóra á afmæli í dag. Til hamingju með það elsku Helga mín. Komst því miður ekki til þín.

Árdís og Kristófer fóru suður í dag. Það var alveg æðislegt að hafa þau hjá okkur í þessa viku sem þau voru hér. Þau eru svo þæg og góð að það er leitun að öðru eins.

Nú er svo vinna hjá mér á morgun. Ætla að taka frí á miðvikudag, því það á að reka inn féð á Bægisá og þar á meðal  okkar fé. VERÐ AÐ FÁ AÐ KOMAST ÞANGAÐ.

Molinn kveður.

15.09.2008 21:31

Kollheimt

já komið þið sæl og blessuð.

Núna er ég ánægðasta manneskjan í öllum heiminum. Það voru réttir í dag á Þverárrétt. Restin af öllum kindunum á Rauðalæk skiluðu sér af fjalli. Þá er Rauðilækur búinn að kollheimta. Ég setti auðvitað inn myndir af þessum atburð og svo bætti ég við myndum í albúmið: kindur vor og haust.

Guðrún Helga er nú stödd hér á Akureyri. Hún kom með flugi í gærkvöld, til að geta farið í réttir í dag. Hún fékk meira að segja að vera hjá flugstjóranum í vélinni á leiðinni hingað. En hún var með okkur í réttunum í dag. Svo þegar réttirnar voru búnar, þá fórum við og gáðum að Tabbý og Klemmu, sem komu á laugardaginn í Bægisá. Þær voru settar í mjög stórt hólf hjá Helga á Bægisá . En okkur datt í hug að gá að þessum elskum og fundum þær strax. Við fórum með brauð og ætluðum þeim að koma. Það var bara hún Tabbý sem kom og það er voðalega skrítið hvað hún er gæf. Ég tók nú myndir af þessum hitting. Þetta var nú alveg toppurinn á tilverunni allur þessi dagur í dag.

Árdís og Kristófer verða fram á sunnudag hér hjá okkur, en fá að gista í nótt hjá ömmu Fanneyju, og koma svo aftur hingað á morgun.

Ég er í fríi þessa viku en ég þarf að vinna á morgun og svo ekki fyrr en á mánudag.

Molinn kveður.

14.09.2008 11:27

Myndir

Hæ !

Ég er búin að setja í ganni inn myndir af kindunum sem ég tók í vor og svo í gær. Aðeins að sjá muninn á þeim. Á að vísu eftir að skipta út einhverjum myndum.

Molinn kveður

13.09.2008 20:10

Réttir

Já hæ !!

Jæja nú erum við komin heim úr réttunum, og það voru ekki allar kindurnar frá Rauðalæk sem komu af fjalli. Við Þórður og co. kollheimtum. Ogga og co. vantar 4 ær og 6 lömb, Sumarliða og co. vantar bara eina kind, Simma vantar eina ær og eitt lamb, og Hauk vantar líka eina ær og eitt lamb. Sjáum til hvort þau láti ekki sjá sig á mánudaginn. Ég setti inn myndir af þessum réttardegi. Verði ykkur að góðu.

Molinn kveður.

11.09.2008 19:40

Bara gaman næstu helgi

Já komið þið sæl og blessuð !!!!!

Langt síðan síðast.

Á morgun föstudag fáum við heimsókn. Árdís og Kristófer eru að koma til okkar og ætla að vera næstu viku, og alveg fram á sunnudaginn 21. sept. Það verður gaman að fá þau. Júlli og Siggi verða líka hér um helgina,  þannig að það verður mikið fjör. Ég er búin að fá frí næstu viku, mínus þriðjudaginn,  verð að vinna þá.
 
Á laugardaginn verða svo göngur og vonandi fáum við kindurnar okkar af fjalli þá. Get varla sofið,  því ég er svo spennt að sjá þær. Guðrún mín ég tek myndir fyrir þig af þeim. Sérstaklega Tabbý. Láttu þér batna.

Nú er Þórhallur búinn að kaupa bíl. Já já hann staðgreiddi hann. 350 þús. Hann er búinn að vera svo duglegur að vinna í sumar. Er líklegast búinn að þéna um 6-700 þús. Hann keypti Subaru imprezu  árgerð 2000, beinskiptur og alveg hreint mjög fínn bíll. Hann er byrjaður í ökutímum. Ég er búin að fara með hann á Melgerðismela, til að æfa hann í akstri og á eftir að fara með hann aftur þangað. Það er svo þægilegt að keyra þar um.

Ég var með bílinn Þórhalls í láni í 2 daga, því minn var settur á verkstæði. Það var gert við hann fyrir 125 þús. Greinilega alveg að hrinja. Demparar að aftan ÓNÝTIR, bremsuklossar að aftan ÓNÝTIR, klukka ÓNÝT, gert við tengi á króknum og fest hlíf við pústið. Semsagt alveg að hruni kominn. Nú er hann alveg eins og nýr bíll.

Molinn kveður.

03.09.2008 22:00

Golf

Halló !!!!

Já það var hið árlega golf í dag hjá MS akureyri. Ég skellti mér í spilamennskuna og var með Gunna Jak. í liði. Við enduðum í 3 og 4 sæti. Það var svo dregið um hvort sætið við lentum í, og við lentum í 4 sæti. Veðrið var æðislegt og þetta var gaman.

Við vorum í sveitinni á sunnudaginn var og ég setti inn nokkrar myndir frá þeim degi.

Molinn kveður.
  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar