Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1058
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076300
Samtals gestir: 58072
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 09:41:43

Færslur: 2012 Febrúar

28.02.2012 21:59

Bara endalaus bið

Vá hvað ég er löt við að skrifa eitthvað hér inn. Ég er búin að vera eitthvað svo andlaus í allmarga  daga. Bíða, bíða og bíða. Já ég er að bíða eftir að komast að hjá lækninum mínum, svo hann geti séð hvað ég get, og get ekki,  gert með hendinni með slitna vöðvann, þótt hann sé með segulómmynd. Ég er nú búin að reyna að segja honum hvað ég get ekki gert, en nei hann verður að sjá mig. Svo líklegast lætur hann mig í aðgerð eftir það, eða það vona ég allavegana, því ekki get ég verið svona.  Ég fæ ekki tíma hjá honum fyrr en 8. mars, í skoðun, og svo þarf ég að bíða í einhverja daga eftir að komast að í aðgerð. Ég er alveg að falla á tíma með þetta alltsaman, því ég verð áreiðanlega einn til tvo mánuði að ná mér eftir aðgerðina, og eftir einn mánuð og 26 daga BYRJAR SAUÐBURÐUR. Ég er ekki svona þolinmóð, en er samt að reyna að hugsa um það að það eru svo margir, því miður, sem eiga það miklu verra en ég, og það mikið verra. Ég á nú bara gott að vera svona.
Ég skellti mér suður í gærkvöld, til að fá að knúsa litla gullið mitt. Alltof langt síðan ég sá hann síðast. Ég er líka búin að sjá báða ömmu strákana mína, þá Dag og Jökul. Mikið er nú gaman að fá að sjá þá alla.


Einar Breki

Við Guðrún og Einar Breki fórum í heimsókn til Líneyjar og Inga, í dag. Líney er frænka mín. Við erum systradætur. Þau búa í Mosfellsbæ. Þau voru í hesthúsinu sínu og við fórum bara þangað. Ekkert smá flott hjá þeim. Bæði hesthúsið og líka kaffistofan þeirra. Svona á að hafa þetta. GÓÐA aðstöðu fyrir sín áhugamál. Einar Breki var ekkert hræddur við hestana. Vildi bara taka í þá.


Einar Breki vildi bara fara á bak.

Ég ætla að reyna að vera ekki svona löt að skrifa hér. Ég setti inn nokkrar myndir. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvenær ég fer heim aftur, en ég held samt að ég skelli mér í það á morgun. Við Guðrún og Einar Breki erum búin að vera á flakki í allan dag, út um allan bæ, og verðum líklegast á flakki líka á morgun.


Molinn kveður.16.02.2012 22:25

Fósturtalning

Jæja þá er spennufall hér hjá mér. Fósturtalningu lokið. Við erum ekki alveg ánægð með fullorðnu ærnar. Við erum með 32 fullorðnar, og af þeim eru 3 þrílembdar, 4 einlembdar, (þar af tvær sæddar), 25 tvílembdar, og tvær af þeim eru með annað dautt. Svo erum við með 22 gemlinga, og af þeim eru 3 geldar, 7 tvílembdar og 12 einlembdar. Það verður vonandi hægt að venja undir þessar fullorðnu sem eru með eitt. Þær verða þá 6 sem koma með eitt, því tvær eru með annað dautt. Ekki gott það.
Guðrún Helga og Einar Breki komust ekki, til að vera við talninguna, því litli kútur varð veikur af 5 mánaða sprautunum sem hann fékk í gær. Guðrún Helga var í beinni, í símanum, á meðan, og fékk að vita allt strax eins og við. Talningamaðurinn saknaði þess að sjá ekki litla stubbinn sem hann taldi í fyrra.
Ég er búin að setja inn myndir af kindunum, með þessum upplýsingum.


Molinn kveður.


15.02.2012 21:58

Aðgerð

Jæja nú er ég búin að fara í segulómmyndatöku, út af öxlinni. Ég fór svo til sjúkraþjálfans, og hann hringdi í lækninn sem les úr þessum myndum. Útkoman er, að það er slitinn vöðvi í öxlinni, og einhverjir vefir trostnaðir. Ég verð að fara í aðgerð. Það þarf að sækja vöðvann, og skrúfa eða negla hann við beinið og láta hann gróa. Svo þarf líka að fræsa eitthvað úr beininu, til að fá meira pláss. Ég veit ekki hvenær ég fer í þessa aðgerð, en líklegast í byrjun mars. Það er mikill léttir að vera búin að fá greiningu. En nóg komið af þessu væli og vonandi bara bati frammundan.

Á morgun, á morgun, á morgun, er talningin
emoticon


Molinn kveður.14.02.2012 21:07

5 mánaða gull

Tíminn flýgur áfram. Nú er Einar Breki, ömmugullið mitt, orðinn 5 mánaða. Það styttist í að hann komi í heimsókn til ömmu og afa. Ég held að þau Guðrún komi á fimmtudaginn, því það á að telja í kindunum þá.

Einar Breki 5 mánaða.

Nú styttist óðum í það að ég fari að vinna á Búgarði. Það verður um miðjan mars. Það verður mjög skrítið. Ég er búin að vinna hjá MS í tæp 10 ár. Ég kvíði alltaf svona breytingum, en ég vona að þetta gangi allt vel.


Molinn kveður.

13.02.2012 19:24

Grillmatur :-)

Nú er ég komin í sumarfíling. Við grilluðum í dag, fyrsta grill ársins. Vá hvað það var gott að fá svona mat. Þórhallur er grillmeistari á þessu heimili. Og eins og vanalega, þá tókst þetta mjög vel hjá honum. Við vorum 8 sem borðuðum þennan góða mat. emoticon


Úff nú styttist í talninguna, er að fara yfirum af spenningi.
Ég er búin að fara í þriðja tímann í sauðfjárræktarskólanum.  Þar var farið í þetta :

a)        Húsvist sauðfjár, vinnuhagræðing á vetri, fóðrunaraðferðir.
b)        Byggingarreglugerð, gólfgerðir og einangrunarefni (kostir og           gallar), helstu húsgerðir, gjafagrindur, gjafavagnar, brynningar.
c)        Vinnuhagræðing við gjafir, umhirðu og meðhöndlun áa á vetri.

Það eru þrír tímar búnir, og þrír eftri. Það er gaman að taka þátt í þessu, og vonandi situr eitthvað eftir í kollinum.

Nú er ég loksins að fara í segulómmyndatöku fyrir öxlina, á miðvikudaginn. Vona að það sjáist á þeirri mynd, hvað er að. Ég hef verið að vinna, en
bara fram að hádegi.  Ég er ekki að pakka skyri, nei ég er að raða ostum, og það bara með vinstri hendinni.
Ég er líka reglulega hjá sjúkraþjálfa, og er ca. tvo til tvo og hálfan tíma hjá honum í hvert skipti.


Ein svona í lokin. Náði mynd af þessum hér í bænum.


Molinn kveður.
05.02.2012 09:23

Hrafninn

Þegar ég var lítil, eða um 10-12 ára, þá voru hrafnar eitthvað sem mér var mjög illa við. Þeir gerðust svo djarfir að þeir réðust á eina kind sem ég átti, sem var afvelta, og tóku úr henni augun og gerðu gat á magann. Skiljanlega, því þeir þurfa að bjarga sér. En ég var ekki alveg að skilja þetta þá. Kindin var lifandi, og það þurfti að lóga henni. Ég reiddist þeim innilega, og gerðist svo djörf að ég náði eitthvað um 8 hröfnum og fargaði þeim. Við skulum nú ekki fara nánar út í það, en þetta situr SVO fast í mér. Núna hinsvegar finnst mér hrafninn vera einn af fallegustu fuglum hér á landi. Ég á einhverntímann eftir að ná góðum myndum af honum, eða vonandi, því ég er oft að reyna það. Hér koma tvær myndir sem Þórður tók af  "vini"  mínum  27. febrúar 2005. Mjög fallegar myndir.
 
Nú styttist í fósturtalninguna. Ég held að hún verði 17-18 febrúar. Spennan er alveg svakaleg. Það koma svo niðurstöður hér inn, af því loknu.
Einar Breki ætlar að mæta á svæðið, þegar talið verður. Hann var nefnilega talinn með í fyrra. Þá var hann lítið kríli í bumbunni á mömmu sinni. Núna verður hann 5 mánaða stubbur emoticon


Molinn kveður.


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar