Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1058
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076300
Samtals gestir: 58072
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 09:41:43

Færslur: 2010 Mars

29.03.2010 19:43

33 dagar


Jæja nú eru bara 33 dagar í sauðburð. Jibbí.
Ég fékk sms í morgun, með áminningu um það að það væru nú bara 33 dagar í sauðburðinn. Hver haldið þið að hafi sent mér það ???  Já alveg rétt, það var hún Guðrún Helga, dóttir mín. He, he.
Við Þórður og Þórhallur fórum í leikhús á laugardaginn, ásamt  13 öðrum úr fjölskyldunni. Við sáum 39 þrep. Mikið rosalega var það leikrit leiðinlegt. Leikararnir voru mjög góðir og vel sett upp, en frekar leiðinlegt. Haukur tengdapabbi passaði strákana fyrir okkur á meðan og það gekk auðvitað mjög vel hjá honum.
Sigurjón, Solla, Dagur og Jökull eru svo að koma næstu helgi, og Friðrik og Yumiko koma á miðvikudag.
Ég þarf að vinna á fimmtudaginn og laugardaginn. Fæ frí á föstudag, sunnudag og mánudag.

Molinn kveður

28.03.2010 18:16

1 af 4 búin

Hæ, hæ.
Jæja enn og aftur er helgin að verða búin. Við vorum með Sigga og Júlla þessa helgi.
Við fórum á hestamannamót í gær, sem var í reiðhöllinni á Björgum. Þeir voru að vígja höllina þar. Ég tók slatta af myndum, og ætla að henda þeim inn hér á eftir.
Við fórum í eina af fjórum fermingarveislum, sem okkur er boðið í, í dag. Það var verið að ferma hann Viktor Inga. Þetta var mjög fín veisla, haldin uppi á Greifanum.
Já svo er sauðburður eftir einn mánuð og fjóra daga :-)

Molinn kveður.

24.03.2010 20:06

38 dagar

Hæ, hæ.
Já 38 dagar þangað til, til, til, að litlu lömbin koma í heiminn. Guðrún við teljum niður. Talandi um tíma, þá held ég að tíminn líði hvergi eins hratt og þegar við erum í sveitinni. Við Þórður fórum í sveitina áðan og gáfum. Okkur fannst við vera bara búin að vera í 5 mín., en vorum þá búin að vera 1 klukkutíma.
Strákarnir Júlli og Siggi koma um helgina.

Molinn kveður.

23.03.2010 20:00

Þriðjudagur

Hæ, hæ.
Jæja nú er þriðjudagur að verða búinn, og það merkir að það sé miðvikudagur á morgun. Ég held að vikurnar séu líka fljótar að líða eins og helgarnar.
Ég eldaði lifur, hjörtu og nýru núna áðan, og er að elda gúllas til að hafa í matinn á morgun. Maður verður að elda daginn áður en maður borðar, því ég veit aldrei hvenær ég kem heim úr vinnunni á daginn. Á morgun pökkum við hleðslu, og það getur tekið langan tíma ef illa gengur. Vona nú að það gangi vel.
Ég fékk sms í dag, frá Guðrúnu Helgu, og hún var að minna mig á að það væru nú bara 39 dagar í sauðburð. He, he, eins og ég væri búin að gleyma því. En nei EKKI BÚIN AÐ GLEYMA. He, he.

Molinn kveður.

21.03.2010 10:17

Sveitin góða

Hæ.
Jæja nú er kominn sunnudagsmorgunn. Ohh hvað helgin líður hratt. En ég er búin að hvíla mig þessa helgi. Er alveg að verða laus við kvefið, sem ég er búin að vera með í hálfan mánuð.
Guðrún Helga kom á föstudaginn til okkar, og fer aftur suður í dag.
Við skruppum í sveitina í gær, og það urðu nú fagnaðarfundir hjá þeim Guðrúnu og Tabbý. Tabbý er kindin hennar, sem er sögð, mjög lík svörtum labrador hundi, því hún eltir hana og legst hjá henni, lætur gæla við sig og klifrar upp með framfæturnar á hana. Ég setti inn myndir, og þá alveg syrpu myndir af þeim vinkonum.
Við borðuðum grillmat í gær, sem var alveg hreint mjög góður, enda grillaður af honum Þórhalli. Hann er snillingur í því að grilla.
Sauðburður er eftir 1 mánuð og 11 daga. GET BARA EKKI BEÐIÐ.

Molinn kveður.

18.03.2010 19:38

Námskeið

Hæ.
Í dag var ég á námskeiði, og verð það líka á morgun. Þetta er öryggistrúnaðar námskeið. Mér fannst mjög gaman í dag, og vona að það verði eins á morgun.
Það styttist í sauðburð, bara 1 mán og 14 dagar þangað til.
Nú er Guðrún Helga að koma norður á morgun og ætlar að vera þangað til á sunnudag. Við förum í sveitina um helgina, til að heilsa upp á kindurnar. Við Þórður fórum í gær og í dag til að gefa.
Ég er búin að vera lasarus í nærri hálfan mánuð. Vona nú að ég fari að vinna þetta stríð, því það er vont að vera svona slöpp. Vil hafa mína orku í lagi.

Molinn kveður.

15.03.2010 21:06

Mánudagur

Hæ.
Jæja nú er helgin liðin, og vá hvað helgarnar, já og vikurnar líða hratt. Ég verð komin á elliheimili áður en ég veit af, með þessu áframhaldi. Eða ekki, held að Þórhallur ætli að sjá um mig á elliárunum. En helgin var mjög góð. Vorum í algjörri afslöppun. Júlli og Siggi voru hjá okkur. Við fórum í sveitina báða dagana, og það var nú gaman.

Molinn kveður.

13.03.2010 20:59

Ljúft líf

Hæ.
Jæja, ég ákvað að fara ekki á árshátíðina hjá MS Ak. í kvöld. Er bara heima í rólegheitunum með fólkinu mínu, Þórði, Þórhalli, og stubbunum tveim, þeim Júlla og Sigga. Við fórum í sveitina í dag og heilsuðum upp á kindurnar. Þær eru svo flottar. Við klipptum klaufirnar á nokkrum þeirra, ætlum að klippa meira á morgun. Það eru bara 1 mán. og 19 dagar í sauðburð, og, Árdísi, Kristófer og Dag Árna.
Ég setti inn myndir frá deginum í dag.

Molinn kveður.

10.03.2010 23:05

Framhald

Já ég gleymdi.
Á laugardaginn bauð Simmi okkur og fl. í þorramat. Þetta var alveg hreint mjög góð kvöldstund, og mjög góður matur. Takk Simmi minn fyrir okkur.

Molinn kveður.

10.03.2010 21:59

Jæja

Hæ, hæ !
Jæja langt síðan síðast.
Við Þórður fórum suður í afmælisveislu Dags Árna. Við fórum með fyrstu flugvél suður, og komum með síðustu vél. Þetta var mjög góð ferð. Dagur og Sigurjón tóku á móti okkur. Ég setti inn myndir af þeim stubbum og fl.
Á mánudaginn voru svo kindurnar rúnar í annað sinn. Við Þórður og Sigurjón sáu um að draga í rúningsmanninn hann Óla. Það gekk vel.
Jæja nú eru Ársís og Kristófer að koma til okkar í maí. Þau ætla að koma og vera í sauðburði með okkur. Það verður sko mjög gaman. Dagur ætlar líka að koma.

Molinn kveður.

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar