06.04.2008 19:06
Komið þið sæl og blessuð.
Jæja ég fór nú að vinna í gærmorgun. Viktor var með Þórði á meðan. Ég var búin kl 12, og þá var svo gott veður að ég gat nú enganvegin farið að hanga inni. Ég tók þá Viktor og Þórhall með upp í fjall. Þeir fóru á bretti og skemmtu sér konunglega.
Í dag var líka gott veður. Við Viktor fórum að renna í Jólasveinabrekkunni og fórum svo og löbbuðum alla leið upp í Fálkafell. Viktor var með brettið, og ég var með sleða. Við renndum okkur svo niður, og það var nú gaman. Ég held að við höfum verið um klukkutíma uppeftir, en svona um 5 mín. niður.
Molinn kveður.