12.04.2008 19:25
Halló.
Við fórum í fermingarveislu í dag. Það var verið að ferma frænda Þórhalls hann Jón Pétur. Þórhallur og Jón Pétur eru blóðbræðra synir. Jæja Halla Björg hans Jóa var þá þar. Þórhallur og Halla Björg eru mikið skyld. Ömmurnar þeirra eru systur. Sko blóðamma Þórhalls hún Þura og amma Höllu Bjargar eru systur. Svona er nú heimurinn lítill.
Svo var verið að ferma tvíburana systkini Júlla. Ég fór með Júlla heim til hans kl 16 og náði svo í hann kl að verða sjö.
Við skulum hafa þetta nóg í bili.
Molinn kveður.