25.04.2008 22:56
Já halló!!
Ég fór ekki í vinnu fyrr en kl. 8 í morgun. Ástæðan er sú að ég fór með Sigga Tuma í leikskólann. Ég þurfti að vekja hann kl. 7:30. Hann hefði getað sofið lengur, samt sofnaði hann kl. 8 í gærkvöld. Hann er svo þægur og góður þessi drengur. Þegar ég mætti í vinnuna þá voru margir sem spurðu mig hvort ég hefði sofið yfir mig. Ég er nefnilega vön að mæta kl. 6:30
Jæja ein bar í gærkvöld og þrjár í nótt og dag. Það eru komnar myndir í albúmið sauðburður 2008.
Ég náði svo í Sigga Tuma og Tristan Mána í sitthvorn leikskólann. Við brunuðum svo í sveitina. Þeir að sjálfsögðu fóru upp á moldarhauginn og sögðu við erum komnir upp á fjallið. Ég þurfti að taka þá úr stígvélum og buxum áður en ég setti þá inn í bílinn þeir voru svo óhreinir. Það var gaman hjá þeim.
Meira kannski á morgun.
Molinn kveður.