26.04.2008 22:07
Jæja góða kvöldið hér.
Við erum búin að vera í sveitinni í allan dag. Þessa helgi eru Júlli, Sesselía og Siggi Tumi. Sesselía og Júlli komu í gær. Það eru þrjár gimbrar búnar að bera í dag. Í heildina eru þá 9 búnar að bera og komin 10 lömb. Krakkarnir voru svo heppin að fá að sjá þegar ein gimbrin var að bera. Þegar lambið kom út þá sögðu Júlli og Siggi Tumi báðir: au barasta þetta er ógeðslegt. Þetta er búinn að vera snilldar dagur í dag.
Ég setti nokkrar myndir af deginum í albúmið dagarnir 23-27 apríl
Einn hér af honum Tristani Mána. Þegar við Tristan og Siggi fórum í sveitina í gær, þá datt Tristan Máni alveg flatur á magann og hendurnar fóru í drulluna. Tristan beið bara rólegur í þessari stellingu. Ég sagði honum að standa upp, þá sagði hann : ÉG GET ÞAÐ EKKI, ÉG Á EKKI FLEIRI HENDUR. Hann er algjör snillingur.
Molinn kveður