13.05.2008 20:15
Já góða kvöldið hér!!!
Jæja byrjuð að vinna aftur eftir 6 daga veikindafrí. Er að vísu ekki nógu ánægð með hnéð á mér. Það ætlar að taka tíma að ná því góðu. Það var nefnilega stærsti hnúturinn sem lá yfir það. Eeennnn þetta hlýtur að jafna sig. Ég vann að vísu ekki stuttan vinnudag. Það urðu 11 og hálfur klukkutími.
Ég bætti við myndum í gær í hvítasunnu almbúmið.
Svo er nú allt í lagi að kvitta gott fólk.
Ætla að henda mér í stólinn í stofunni og láta fara vel um mig þar.
Molinn kveður.