08.06.2008 21:10
Hæ, hæ.
Jæja nú er þessi helgi liðin, og mánudagur á morgun. He he he ég er í fríi þessa viku. Já ég er í sumarfríi þessa viku og vinn svo tvær vikur og fer svo aftur í frí í fimm vikur. Ég verð í fríi allan júlí mánuð. Ekki slæmt það.
Já þessi helgi er liðin og það gekk vel með guttana. Við fórum í dag í dýragarðinn á Krossum og svo í sund á Þeló á eftir. Ég setti inn myndir af þeirri ferð, í albúm 07-08 júní.
Ég er búin að komast að því að það voru Hetjurnar sem buðu krökkunum á hestbak í gær. Það leiðréttist hér með.
Kindurnar voru settar á fjall í dag. Semsagt búið að sleppa á fjall. Ég held að Guðrún verði ekki ánægð með það, því það átti ekki að gera það fyrr en næstu helgi og þá verður Guðrún hér. Hún semsagt missti af því. Mig er farið að hlakka strax til haustsins þegar þær koma aftur af fjalli.
Molinn kveður.