18.06.2008 21:33
Góða kvöldið hér.
Ég hef nú ekki verið dugleg núna að skrifa eitthvað hér inn. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki haft mikinn tíma í þetta.
Ég er búin að vera í fríi í vinnunni alla síðustu viku, en það hefur nú ekki verið frí hjá mér hér heima. Ég er búin að vera að þrífa hér íbúðina, eða eitthvað af henni en ég náði ekki að klára.
Guðrún Helga og Nonni komu á föstudaginn og voru hér þangað til í gær þriðjudag 17. júní. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn :-)
Á síðasta föstudag var haldið heljarinnar partý í Hríseyjargötu í tilefni af útskrift Helgu Dóru. Og það var líka útskrift Jóns Birkis og Nonna kærasta Guðrúnar Helgu. Þar hittumst við öll systkinin og eitthvað af mökum og krökkum. Ása og Palla systur mömmu komu líka og það var alveg yndislegt að hitta þær.
Ég er búin að setja inn myndir úr því partýi, sem heitir 11. júní. Ég var líka að setja inn 6 myndir í albúmið Lyngbrekka. Þar sést tjaldsvæðið okkar. Við vorum í gær og í dag að setja niður birki meðfram tjaldstæðinu, þannig að vonandi verði skjól þar þegar plönturnar vaxa.
Nú er stóra spurningin ::: HVER VERÐUR FYRSTUR TIL AÐ TJALDA, EÐA HJÓLHÝSAST ÞAR . Það má að vísu ekki strax, því við erum ný búin að sá.
Molinn kveður.