25.07.2008 22:37
Góða kvöldið hér.
Það gengur mjög vel með Júlla og Sigga Tuma.
Guðrún Helga er hér hjá okkur, hún kom í gærkvöld. Við erum búin að vera í Lyngbrekku í dag. Við grilluðum, og eftir matinn fórum við Guðrún, Júlli og Siggi Tumi í göngutúr. Við ætluðum að labba frá Lyngbrekku að Rauðalæk, en löbbuðum ekki alla leið. Þórður kom og sótti okkur, því við fundum kettling á leiðinni og hann var mjög órólegur við það að láta halda á sér. Hann var niður við þjóðveg og mjálmaði eins og óður væri, því hann var langt frá öllum húsum. Við fórum með hann í Rauðalæk, en þar var ekki tekið vel á móti honum. Læðan þar á bæ var ekki að sætta sig við að fá einhvern ókunnugan kött inn á heimilið og réðist á hann. Við ákváðum þá að fara með hann í Vindheima til Brynjars og viti menn hann átti köttinn. Og það var nú gott. Við urðum líka vitni af því að það var bíll sem keyrði á spóa unga. Hann var að flýja undan okkur og hljóp í opinn dauðann. Strákarnir horfðu upp á þetta og þeim fannst þetta mjög sorglegt. Enda var það mjög sorglegt að horfa upp á þetta.
Ég setti inn myndir frá deginum í dag og svo var ég líka búin að setja inn myndir frá afmælisdeginum mínum.
Molinn kveður.