16.08.2008 19:02
Já komið þið sæl.
Siggi og Júlli komu í gær og verða helgina hér. Við Þórhallur fórum að vinna í morgun, og Þórður var með strákana og það gekk auðvitað vel. Þeir fóru í sveitina. Það eru komnir litlir kálfar þar. Júlli fór nú að heilsa upp á stóru nautin. Hann hefur svo gaman af þeim. Ég fór svo til þeirra þegar ég var búin að vinna. Við fórum svo í Lyngbrekku og grilluðum okkur kjöt og fórum í pottinn.
Þórhallur er að byrja í skólanum á fimmtudaginn. Hann fer í VMA. Hann er búinn að vera mjög duglegur að vinna í sumar.
Molinn kveður.