24.09.2008 20:06
Halló !!!!
Jæja nú var mín í fríi frá vinnunni í dag. Við fórum í morgun á Bægisá og rákum féð inn með þeim Helga og Röggu. Við sendum svo 13 stk. frá Rauðalæk á sláturhús. Ég datt bara þrisvar á kviðinn, eða sko tvisvar í rekstrinum og einusinni í réttinni. Ég er orðin eitthvað svo völt á löppunum. En nú er vinna á morgun og líklegast mikil vinna á næstunni ef kemur einhver sprengja í skyrdrykkinn, sem við erum byrjuð að framleiða. En það á að vikta og ómskoða næsta miðvikudag og ÉG VERÐ AÐ FÁ FRÍ ÞÁ. Fer í það á morgun að betla út frí. Ég setti inn myndir he he he.
Molinn kveður.