29.09.2008 22:31
Halló !!!
Ég fór í heimsókn til Hafsteins og Fanneyjar núna í kvöld til að sjá litla frænda. Hann er fallegur drengurinn. Líklegast líkist hann Hafsteini. Ég setti inn myndir.
Núna er mikil vinna þessa viku. Líklegast verð ég að vinna til kl. ca.21 öll kvöldin, og á laugardaginn líka.
Ég er búin að fara út að keyra með Þórhalli. Ég var nú pínu smeik í fyrstu, en svo fór ég að slaka á. Hann stendur sig vel í þessu.
Jæja þá er það svefninn.
Molinn kveður.