Já góða kvöldið hér !!!
Stefanía ! Ég er búin að setja inn myndir af lömbunum sem keypt voru af Helga á Bægisá. Þetta eru mjög falleg lömb. Það voru 12 gimbrar og tveir hrútar. Annar hrúturinn er hvítur kollóttur, og hinn er sv.flekkóttur hyrndur. Svo eru 3 kollóttar hvítar gimbrar, ein svört, ein sv.botnótt, ein móbotnótt, tvær sv.flekkóttar, og tvær móflekkóttar og þær eru allar hyrndar. Svo er ein sv.fl kollótt og ein mófl. kollótt. Semsagt 5 kollóttar og 7 hyrndar, gimbrar.
Jæja það er vinna á morgun hjá mér. Bara búin að vera að vinna mikið þessa viku. Til dæmis á þriðjudaginn var ég búin að vinna kl.22:30 og á miðvikudag kl.22. Og kl. 18 í gær og 19 í dag. Jæja best að fara að halla sér.
Molinn kveður.