30.10.2008 21:30
Halló !!!!
Jæja nú er búið að ná í gimbrarnar sem keyptar voru frá Búðarnesi. Ég setti inn myndir af þeim í myndaalbúmið. Þið eigendur tjáið ykkur kannski um nöfnin sem við settum við myndirnar. Það á kannski að rýja á sunnudaginn. Vonandi á sunnudaginn, því ég er að vinna á laugardaginn og það alveg til 18 eða 19. Vil helst ekki missa af því. Siggi og Júlli koma á morgun og Þórður verður með þá á laugardaginn meðan ég er að vinna.
Molinn kveður.