13.12.2008 16:39
Já komið þið sæl og blessuð !!!!
Jæja þá er ég nú komin í jólafrí. He he he. Ég fer ekki aftur að vinna fyrr en 29. des. Þvílíkur lúxus á mér.
Dagur Árni er hjá okkur núna. Hann kom í flugi með Ogga í gær. Það gekk svona líka vel. Hann verður hjá okkur í nokkra daga. Hann er afskaplega góður. Við fórum í sveitina í morgun og hann var nú hálf smeikur við dýrin. En við verðum bara að vera dugleg að fara með hann þangað meðan hann stoppar hjá okkur svo hann fái nú alvöru kjark.
Elísabet er komin í stuðning til okkar og hún verður tvær helgar í mánuði hjá okkur. Hún er hjá okkur núna þessa helgi.
Ég setti inn nokkrar myndir af ferðinni okkar í sveitina í morgun.
Molinn kveður.