14.12.2008 23:50
Já halló !!!
Hér gengur allt vel. Við Þórður, Dagur, Elísabet og Tristan fórum á Glerártorg í dag til að hitta jólasveinana. Það var nú gaman. Dagur var ekki vitund hræddur við sveinana. Það kom mér mjög á óvart. Við fórum svo í sveitina og Dagur var aðeins smeikur þar. Tristan var hinsvegar ekkert hræddur. Svo fórum við og bónuðum tvo bíla í Goðanesi. Skemmtilegur dagur hjá okkur. Ég setti inn myndir.
Molinn kveður.