12.05.2009 00:00
Halló !!!
Jæja nú er fríið mitt búið og vinnan tekin við að nýju. Hefði nú viljað vera í fríi þessa viku líka.
Sauðburður er að verða búinn á Rauðalæk. Bara tvær eftir að bera. Þetta er búið að vera alveg hreint frábært að geta verið á staðnum þegar lömbin fæðast. Ég get líkt sauðburði við jólin. Þegar verið er að taka upp pakkana, eru litlu krakkarnir spenntir að vita hvað er í þeim. Eins er það með mig, að sjá hvað kemur úr hverri kind. Hvað mörg lömb og hvernig þau eru á litin. Þetta er skemmtilegri tími en allt annað. Við Guðrún Helga og Dagur Árni fengum að gista þarna í viku. Mig langar að þakka Ogga, Áslaugu, Sumarliða og Stefaníu alveg kærlega fyrir okkur. Þetta var tær snilld.
Það eru fædd 81 lömb, en við mistum 8 af þeirri tölu þannig að það eru 73 á lífi. Svo eiga tvær eftir að bera.
Ég er búin að setja inn nokkur albúm frá þessum skemmtilega tíma, og á eftir að setja inn fleiri.
Molinn kveður.