20.07.2009 21:39
Hæ !!
Jæja nú elduðum við okkur holusteik í dag. Settum læri á heit kolin í holunni og vorum með það í ca. tvo til tvo og hálfan tíma, og það var alveg æðislegt. Við buðum mömmu og pabba í mat. Nokkrar myndir duttu inn í albúmið frá deginum í dag.
Við gróðursettum 20 birkitré meðfram tjaldstæðinu. Góður dagur í dag.
Molinn kveður.