Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1688
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1848717
Samtals gestir: 82599
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:39:09

29.07.2009 22:49

Allt tekur enda

Já halló !!!
Jæja hér er allt gott að frétta.
Við erum búin að vera hér í Lyngbrekku síðan 11. júlí, að frátöldum 3 nóttum sem við vorum í húsbílnum. Við fórum á húsbílnum, í Hólsbúð og gistum þar þrjár nætur með Júlla og Sigga. Siggi var hjá okkur 9 sólahringa. Hann fór heim á sunnudaginn. Júlli er hinsvegar enn hjá okkur. Hann verður í 18 sólahringa. Hann fer heim á laugardaginn.
Ég var með 2 x afmælisveislu hér um síðustu helgi. Ég nefnilega sendi sms á fólkið á laugardeginum, um það, að það væri veisla kl. 14-17, en gleymdi að taka það fram að veislan ætti að vera á sunnudaginn. Á laugardaginn fór hinsvegar að streyma að fólk, rétt eftir að ég sendi þetta sms. Ég átti eftir að baka og svoleiðis, en þetta reddaðist nú samt. Ég bakaði svo á laugardeginum, og fékk fólkið aftur til að koma og fá sér kaffi á sunnudeginum. Það eru margir búnir að heimsækja okkur þennan tíma sem við erum búin að dvelja hér. Gaman að því.
Við fengum óvænta og alveg hreint æðislega heimsókn á sunnudaginn. Árdís og Kristófer komu og gistu eina nótt hjá okkur hér í Lyngbrekku. Þau voru að fara hringferð með pabba sínum.
Já og svo komu þau Guðrún Olga, Stefán, Sigríður og Margrét í heimsókn. Það var nú gaman að fá þau.
Við Júlli tókum okkur rúnt, til að sjá kindurnar í fjallinu. Við sáum Ófeigu með hrútana sína, Bryðju með gimbrina, Hnyðju, Myrru með lömbin sín og svo hana Tabbý með gimbrarnar sínar. Þær voru allar svo langt í burtu, nema Ófeig, Hnyðja og Bryðja. Ég sá lömbin þeirra mjög vel. Svo eftir kvöldmat fórum við aftur og fengum Þórð til að fara með okkur, og þá sáum við Hosu með gimbrina sína og Móheiði með gimbrarnar sínar. Þær voru líka langt frá. Við erum bara með svo góðan kíki, að það er hægt að sjá vel langt frá.
Já og svo er það fríið mitt. Það er á enda komið. Ég fer að vinna strax eftir versló. Já allt tekur enda.

Molinn kveður.


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni