19.10.2009 21:29
Hæ, hæ.
Jæja ég reyni að bæta mig í þessu.
Ég man ekki hvort ég var búin að skrifa eitthvað um vigtina á lömbunum, en hún var mjög fín. Meðalvigtin var 21,03 kg. Af 33 lömbum. Við erum frekar montin með það.
Við fórum í tvöfalt afmælisboð í dag. Ingi Rúnar og Inga Bryndís buðu okkur í afmælisveislu. Mjög góðar veitingar.
Molinn kveður.