Siggi Tumi er hjá okkur þessa helgi. Júlli er veikur þannig að hann kom ekki, en kemur næstu helgi. Við Siggi fórum í gær í Lyngbrekku og elduðum bollur í sósu. Við fengum svo Þórð, Ogga og Simma í mat til okkar. Þeir voru að vinna í sveitinni við að smíða í fjárhúsunum. Við Siggi fórum svo til þeirra. Þeir voru enn að smíða, og ég fór að skafa grindur. Það á að taka lömbin inn í dag. OG ÞAÐ VERÐUR GAMAN. Við förum aftur í sveitina á eftir.
Molinn kveður.