09.11.2009 20:24
Nú er mánudagur senn á enda. Ekkert var fríið um helgina. Ég var að vinna bæði laugardag og sunnudag, og var með báða strákana. Þórður sá um þá meðan ég var að vinna, og fór létt með það. Ég þarf að vinna næstu 3 laugardaga. Ég er að vinna við það að smyrja og skipta út pakningum á ventlum, og það er mjög gaman, smá tilbreyting í vinnu.
Guðrún Helga kom norður í morgun, og hún stoppar hér þangað til annað kvöld.
Molinn kveður.