Ég er 47 ára og hef aldrei á minni æfi fengið frunsu. En hvað haldið þið, ég fékk frunsu fyrir ca. mánuði síðan, og í morgun kom sú þriðja. Þetta ætlar engan endi að taka, og líkist helst unglingi sem er á sínu þriðja fylleríi. Gaman, gaman, erfitt að hætta.
Jæja nú styttist í fríið mitt bara rétt rúmar tvær vikur eftir.
Það var afmælisveisla á mánudaginn. Þórður átti afmæli. Það komu nú ekki margir í kaffi. Mikið að gera hjá fólki svona rétt fyrir jól.
Molinn kveður.