21.03.2010 10:17
Hæ.
Jæja nú er kominn sunnudagsmorgunn. Ohh hvað helgin líður hratt. En ég er búin að hvíla mig þessa helgi. Er alveg að verða laus við kvefið, sem ég er búin að vera með í hálfan mánuð.
Guðrún Helga kom á föstudaginn til okkar, og fer aftur suður í dag.
Við skruppum í sveitina í gær, og það urðu nú fagnaðarfundir hjá þeim Guðrúnu og Tabbý. Tabbý er kindin hennar, sem er sögð, mjög lík svörtum labrador hundi, því hún eltir hana og legst hjá henni, lætur gæla við sig og klifrar upp með framfæturnar á hana. Ég setti inn myndir, og þá alveg syrpu myndir af þeim vinkonum.
Við borðuðum grillmat í gær, sem var alveg hreint mjög góður, enda grillaður af honum Þórhalli. Hann er snillingur í því að grilla.
Sauðburður er eftir 1 mánuð og 11 daga. GET BARA EKKI BEÐIÐ.
Molinn kveður.