Gleðilegt sumar, gott fólk !
Jæja nú er komið sumar, og það styttist í sauðburðinn. Bara 5-7 dagar í fyrstu kindurnar. Ég á bara eftir að vinna þrjá daga og þá er ég komin í fæðingarorlof, í rúmar þrjár vikur
. Við Þórður fengum hjólhýsi hjá Fanneyju og Guðmundi, og við fórum með það í Rauðalæk í dag og gengum frá því þar. Það er tilbúið fyrir eldamennsku.
Sumardagurinn fyrsti var núna 22. apríl. Við Þórður fórum bæði snemma á fætur og fórum í vinnu. Þegar ég var á leiðinni í vinnuna, þá hringdi ég í Þórð og sagði að ég hefði nú gleymt að óska honum gleðilegs sumars. Við óskuðum hvort öðru gleðilegs sumars, og kvöddumst svo. Þegar ég var svo að setja símann í vasann, þá hringdi Þórður, og hann sagði við gleymdum að þakka fyrir veturinn. Við þökkuðum hvort öðru fyrir hann, og héldum svo glöð og ánægð til vinnu.
Jæja ég held að við förum okkar fyrstu ferð í pottinn, á þessu ári, á morgun. Siggi og Júlli eru hjá okkur og þeir vilja áreiðanlega fara í hann.
Við fórum í fermingarveislu hjá Aðalsteini Birgi, á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta.
Ég er búin að setja inn myndir.
Molinn kveður.
