Já komið þið sæl og blessuð !!!!
Jæja langt er nú síðan síðasta færsla var skrifuð hér. Sauðburður semsagt búinn, en ekki löngu búinn. Fyrsta kindin bar 1. maí og sú síðasta bar 12. júní. Já ég veit þetta tók rúman mánuð, en það er allt vegna þess að annar hrúturinn sem við náðum í á Strandirnar reyndist vera ónýtur "(þarf þá að drepa pabba )" En sauðburður gekk vel. Það fæddust 134 lömb. Kindurnar voru svo settar á fjall 13. júní. Við Þórður og fj. fengum 23 lömb, en misstum eitt. Þannig að við eigum 22 lömb, 15 hrúta og 7 gimbrar.
Nú tekur Lyngbrekka við. Erum búin að vera þar í nokkur skipti og það er svaðalega gott. Þórður dundar sér við hitt og þetta, og ég ligg bara í sólbaði, því ég er ekki orðin góð í fætinum. Þetta ætlar að taka þvílíkan tíma að jafna sig. Ég er að fara til Guðna bæklunarlæknis 25. júní, og vonandi fæ ég bata eftir þann tíma. Ég er búin að vera bólgin á hnéi síðan 8. maí.
Guðrún Helga er hér fyrir norðan og við njótum veðursins á pallinum í Lyngbrekku. Og þvílíka blíðan sem getur orðið þar.
Jæja vonandi líður ekki svona langt á milli skrifa hér, ætla að reyna að standa mig.
Molinn kveður.