12.07.2010 23:17
Halló.
Ég er búin að setja inn myndir og alveg helling af þeim. Það eru myndir af Ísabellu, Degi ofl. Já Ísabella er á Íslandi núna með mömmu sinni. Þær komu á föstudaginn, og fara á næsta föstudag til dk. Það er alveg æðislegt að sjá litlu skottu, sem er orðin þriggja ára. Myndirnar eru eiginlega bara af henni, það er svo langt síðan ég sá hana. Dagur er hjá okkur. Hann kom með Maríu og Ísabellu og fer aftur suður með þeim á fimmtudag.
Júlli er kominn til okkar í sumardvöl. Hann kom 9. og fer 25. júlí. Siggi kemur næsta sunnudag, í sumardvöl, og fer 25. júlí.
Árdís og Kristófer eru á ísl. hjá pabba sínum, og þau komu í heimsókn, og gistu þrjár nætur hjá okkur. Þetta er búið að vera alveg æðislegt allt saman.
Við förum svo á ættarmót næstu helgi. Það eru pabbi og systkyni hans, og fjölskyldur, sem ætla að hittast í Varmahlíð.
Molinn kveður.