09.08.2010 21:51
Halló hér !!
Hér er allt gott að frétta.
Við erum búin að setja íbúðina okkar á sölu. Við ætlum að kaupa okkur litla jörð, og höfum eina í huga. Það kemur vonandi í ljós fljótlega hvað við gerum, því það er nú ekki nema rétt mánuður þangað til kindurnar koma af fjalli. Ég er farin að fara minn reglulega kindarúnt í fjallið. Ég er nú búin að sjá nokkrar, og gefa þeim brauð, og mikið hlakka ég nú til þegar þær koma.
Ég er búin að vinna í rúmar tvær vikur og það gengur vel. Ég fer í speglunina á föstudaginn og mikið rosalega vona ég að það verði hægt að laga þetta hné. Er orðin frekar leið á því.
Molinn kveður.