20.08.2010 21:56
Hæ, hæ.
Jæja ég er búin að fara nokkra kindarúnta, og ég er að öllum líkindum búin að sjá eitthvað á þriðja tug af kindum í Rauðalæk, og ná nokkrum í brauð og myndatöku. Það styttist í réttirnar. Hlakka mikið til.
Við förum á Djúpárbakka á morgun og byrjum á einhverju þar. Ég held að við förum allavegana með hjólhýsið, og gerum kanski girðingu við braggann.
Ég fór í tvöfalt afmæli í dag. Halli og Moli eiga afmæli, og ég borðaði yfir mig af pitsu og köku í eftirrétt.
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir.
Molinn kveður.