22.08.2010 21:06
Hæ, hæ, hæ.
Jæja nú er búið að setja niður staura fyrir útihólfið, fyrir kindurnar okkar. Það var ekkert smá rigning í dag. Við urðum rennblaut, eða allavegana Þórður. Hann var bara á peysunni. Svo er það að byrja að smíða inni, næstu helgi. Við elduðum okkur sviðalappir í hjólhýsinu, og oohhh hvað þær voru góðar.
Við Þórður fórum kindarúntinn, og sáum nokkrar kindur frá Rauðalæk. Það bættust við fjórar sem við höfum ekki séð áður í sumar. Ég held að talan sé að verða komin í 30 kindur frá Rauðalæk, sem við höfum séð í sumar.
Nú erum við búin að fá gest í heimsókn, sem ætlar að vera rétt rúma viku hjá okkur. Það er hún Aska, Guðrúnar og Nonna. Þau eru að fara til Bandaríkjanna og við ætlum að passa kisu á meðan. Hún kom með flugi áðan og hún var hálf skelkuð þegar ég náði í hana. En hún er að jafna sig greyið.
Ég er ekki nógu góð í löppinni minni, og ég er búin að senda Guðna lækni tölvupóst um það hvað þetta lagast rólega, eða bara vesnar. Hann gladdi mig mjög mikið með því sem hann sagði, eða þannig. Eftir ca. tvær vikur er ég orðin svipuð og ég var áður en ég fór í aðgerðina. Og eftir nokkrar vikur verð ég betri. Ég verð bara að vera þolinmóð, en ÞOLINMÆÐI er ekki mitt uppáhald.
Molinn kveður.