03.10.2010 11:49
Hæ, hæ !
Fimmtudaginn 30. sept. fórum við Þórður, með góðu fólki, í ferð á Snæfellsnesið, til að kaupa hrúta. Við fórum af stað um kl. 8 um morguninn, og vorum komin heim um kl. 5 um nóttina. Við Þórður keyptum eina gimbur og einn hrút, á Hjarðarfelli. Þetta var alveg hreint mjög mögnuð ferð í alla staði. Ég er að setja inn myndir úr ferðinni, og er búin að skipta þeim í 10 albúm. Albúm nr.1 er ferðin vestur, albúm nr.2 er Hofstaðir, nr.3 er Hjarðarfell, nr.4 er Hraunháls, nr.5 er Berserkseyri, nr.6 er Hamar, nr.7 er Berg, nr.8 er Hellissandur, nr.9 er Gaul og nr.10 er ferðin heim.
Nú erum við á Djúpárbakka að smíða fyrir hænurnar okkar. Við flytjum þær í dag í búrið þeirra. Það verður nú gott að losna við þær úr bílskúrnum, og gott fyrir þær að fá stóra íbúð. Simmi, Helga og Sigrún hjálpuðu okkur í gær, og nú er pabbi að hjálpa okkur. Þetta er svo gaman að dunda hér.
Skemmtið ykkur við að skoða myndir.
Molinn kveður.