16.10.2010 23:04
Hæ, hæ.
Við fluttum kindurnar okkar frá Rauðalæk, á Djúpárbakka í dag. Við eigum eftir að ná í lömbin sem við keyptum í hrútaferðinni og Spaða, til Helga á Bægisá. Við náum í þau á morgun. Við erum komin með allt á hús nema fjögur stykki. Nú er sko gaman að lifa.
Ég er komin í tveggja vikna frí, og ætla að reyna að nota það vel.
Ég fór til læknis á fimmtudaginn, og honum leist ekki vel á þetta hné mitt. Núna lét hann mig fá sterkar bólgueyðandi, verkja og gigtar töflur. Nú á að massa það. Ef þetta lagast ekki innan mánaðar, þá fer ég aftur í aðgerð. Þessar töflur eru sterkar og geta valdið miklum aukaverkum. Held að vísu að hann sé að reyna að losna alveg við mig, því það er langur listi yfir það hvað þær geta valdið. Ef ég fengi það allt, þá mundi ég drepast.
Molinn kveður.