19.10.2010 11:33
Hæ, hæ !
Jæja nú er ég komin í tveggja vikna frí (sumarfrí að vetri til). Ég ætla að reyna að njóta þess að vera í fríi, og eyða því að einhverjum hluta á nýja staðnum okkar, Djúpárbakka.
Við erum komin með allt á hús, 45 stk.
Í gær var verið að rýja. Ég á eftir að setja inn eitthvað af myndum frá þessu öllu.
Við gáfum pabba eina goltótta gimbur, sem á að vera afmælisgjöf til hans, 29. okt. þá verður hann sjötugur.
Við eigum 14 ær, 9 gimbrar og 5 hrúta, einn fullorðinn, tvo lambhrúta og tvo hrúta sem flokkast undir það að vera smálömb. Simmi á 4 ær og 9 gimbrar, Sigga á 1 ær, Ingólfur Atli á 1 gimbur, Bjarki á 1 ær, og pabbi á 1 gimbur. = 45 stk. Þetta er mjög svo fallegur hópur.
Molinn kveður.