07.11.2010 22:03
Jæja nú er þessi helgi að klárast. Ég held að það séu bara tveir dagar í viku, mánudagar og föstudagar. Tíminn líður svo hratt.
Veislan hans pabba, síðustu helgi, var alveg hreint frábær í alla staði. Ég setti inn myndir af því kvöldi.
Við erum búin að vera í sveitinni um helgina. Siggi og Júlli voru hjá okkur. Þórður var að klára að leggja rafmagnið, og svo setti hann hurð, sem er á milli fjárhússins og hlöðunnar. Þetta er allt að verða rosalega flott.
Gimbrarnar og lambhrútarnir voru sprautuð, garnaveikibólusetningu 4. nóv.
Kindurnar og hænurnar hafa það gott á Djúpárbakka.
Molinn kveður.