29.11.2010 18:52
Halló gott fólk !
Jæja langt er síðan síðast.
Hér eru að baki yndislegir dagar. Afmælisveisla hjá Þórði. Já hann Þórður er kominn á sjötugsaldurinn. Við vorum með smá veislu í vinnunni hans, fyrir vinnufélagana. Eitthvað um 20 manns. Svo var veisla hér heima, og það komu um 60 manns. Þannig að þetta var 80 manna veisla. Þetta var á þriðjudaginn 23. nóv. og tertur í boði. Laugardaginn 27 var svo önnur veisla. Þá komu um 30 manns í mat. Þetta voru alveg hreint frábærir dagar. Við Þórður erum ánægð með þetta allt.
Ég fór í segulómmyndatöku, á hnénu, í morgun. Ég fæ vonandi að vita eitthvað um það á morgun eða á miðvikudaginn, hvort eitthvað sjáist á myndunum.
Ég er byrjuð í sjúkraþjálfun hjá Gunna Svanbergs. Ég vona bara að þetta fari að taka enda.
Ég er búin að fá frí í vinnunni frá 17. des. þangað til milli jóla og nýjárs.
Molinn kveður.