05.12.2010 21:17
Hæ, hæ !
Jæja nú er þessi helgi alveg að verða búin, og ekki er nú langt í jólin.
Við erum búin að skreyta í Lyngbrekku. Sömu skreytinguna og í fyrra, ljós, hringinn á báðum húsunum, hringinn á pallinum, flaggstöngin og jólatré í brekkunni. Alltaf svo flott. Við erum hinsvegar ekki byrjuð að skreyta hér heima.
Við erum farin að hleypa til. Fyrstu lömbin fæðast ca. 23-26 apríl. Ég er strax farin að hlakka til.
Þórður tók aldrinum sínum of bókstaflega. Hann er búinn að vera að drepast í bakinu, síðan á afmælinu sínu. Hann er að vísu að verða góður núna. Hann gekk um eins og maður á tíræðisaldri, ha, ha. En núna er hann að verða eðlilegur aftur.
Molinn kveður.