Hæ, hæ.
Jæja nú er ég komin í helgarfrí. Ég var mætt í vinnu kl. 6 í morgun. Við vorum að pakka hleðslu, 17-18 þúsund dósum. Það gekk vel hjá okkur, vorum búin kl. 12:30.
Við erum búin að fá nýjan strák í stuðning. Hann heitir Ómar Snær, og er níu ára. Hann verður hjá okkur eina helgi í mánuði, og er einmitt núna, þessa helgi. Það er búið að ganga mjög vel með hann. Þórður var með hann í morgun, meðan ég var í vinnunni, og það gekk vel hjá þeim.
Það var bóndadagur í gær eins og allir vita. Þá er yfirleitt bóndanum gefnar einhverjar gjafir. Það klikkaði hjá mér. Þórður greyið fékk enga gjöf frá mér, en ég fékk gjöf frá HONUM. Það var ekkert SMÁ GJÖF. Myndavél. Canon EOS 550D. Ég held að maðurinn sé orðinn eitthvað klikk, en ég er rosalega ánægð með hann.

Ég er að reyna að læra á hana. Ég setti inn nokkrar myndir, sem ég tók á, að vísu bæði nýju og gömlu vélina.
Takið eftir niðurteljaranum. BARA 3 mánuðir í sauðburð, á morgun
Molinn kveður.